Eyjafjarðará svæði 0 og 1 þriðjudaginn 13.maí

Jæja, loksins kom að því. Maður var gjörsamlega að tapa sér að komast ekkert að veiða. Leiðinlegt veður var búið að vera og skoðaði maður veðurspánna oft á dag í von um að það væri allavega einn góður dagur á meðan maður væri í fríi. Það kom loksins að því. Á mánudagskvöldið skoða ég veðrið og það lítur líka svona þolanlega út. Það leit út fyrir að það yrði 4-5 gráðu hiti um morgunin en  eftir hádegið var hitinn 7-8 stig. Ég þurfti ekki að láta bjóða mér það tvisvar. Ég hafði verið í sambandi við stjórnina hjá Eyjafjarðar á og voru þeir svo góðir að láta mig hafa hálfan dag vegna þessa leiðinda sem varð á minni seinustu ferð. Ég ákvað því að nýta mér það og fara fyrripartinn á svæði núll og seinnipart á svæði eitt. Það var eins og lítill strákur sem væri að bíða eftir jólunum færi á koddann það kvöld slíkur var spenningurinn. Strax og ég lagðist á koddan var ég kominn út í á. Þar sem ég horfði yfir ánna í sólbjörtum dýrðar degi, hugsaði ég með mér að nú væri hver að verða síðastur að setja í stóran sjóbirting. Líklega væri hann flestur kominn til sjávar en ég vonaðist eftir að hitta á þá sem væri í seinni kantinum að koma sér úr ánni. Með þessa hugsun sofnaði ég. Ég vaknaði 7:30 því ég var svo spenntur. Oftast vakna ég ekki svona snemma í vorveiði því mér finnst aldrei neitt gerast fyrr en það kemur ilur í ánna. Ég græjaði mig og hélt af stað út. Það voru snjó fliksur og 1 gráða sem tók á móti mér. Þetta var ekki það sem ég hafði hugsað mér. Ég hugsaði um það að fara aftur inn en þar sem ég var tilbúinn ákvað ég að dóla mér af stað. Á meðan ég var að keyra að þá hugsaði ég game planið mitt. Tveir bestu staðirnir er við Þverár ósinn og við hitaveiturörið. Ætti ég að fara á annan af þeim eða prufa eitthvað allt annað. Mér fannst ekki líklegt að það væri mikið líf í ánni og því vildi ég eiga þessa tvo staði inni og ekki berja þá á meðan ég taldi litlar líkur á að setja í fisk. Ég ákvað þá að fara og veiða við Hvamm. Þar er merktur staður með nafnið Hólmahylur. Ég hef aldrei veitt þarna en ég hef heyrt veiðimenn tala um þennan stað og yfirleitt aldrei fengið neitt.

Hvammur

 Hér sjáið þið loftmynd af staðnum. Here you can see with red were i got my fish. Yellow means a stream coming from rocks.

Þegar maður kemur að staðnum að þá sér maður að það er búið að hlaða steinum og brotnum hellum á nokkrum stöðum við bakkann. Þar myndast lygnur og straumbrot meðfram hverjum hól. Ég kasta við fyrsta hólinn og í þriðja kasti er flugan tekinn og skyndilega fór úr mér hrollurinn. Ég var að veiða á Loop Evotec #5 og sveigði fiskurinn stöngina duglega. Þetta var ekki stór fiskur en mjög sprækur.

DCIM100GOPRO

Ekki fer mikið fyrir gæðum myndarinnar. Varð að stilla upp GoPro vélinni og setja timer. En þetta dugir. Not a big one but it gave me a good fight.

Það var eins og svo oft áður Black Ghost með Zonker og silvur kúluhaus sem var á boðstólnum og það virtist falla vel í kramið.

Þessi veiðistaður er álitlegur. Ég var eiginlega sáttur með að setja í þennan fisk þannig ég hætti bara þarna en líklega er hægt að veiða sig töluvert lengra niður eftir. Ég veiddi bara fyrstu 3 hólana og voru margir eftir.

Ég keyrði því næst upp að hitaveituröri. Á leiðinni fór hugurinn af stað og fyrst ég setti í fisk þarna að þá væri nú góður séns að það væri bingó við rörið. “Talandi um að vera kominn fram úr sér”. Enda var það raunin. Ég fór tvisvar yfir breiðuna og var ekki var. Fór fyrst yfir með Black Ghost en síðan fór ég með þeirri skæðustu bleikjuflugu sem ég hef kynnst “Biebernum” kend við engan annan en Justin Bieber. Ekki dugði það til og var snögglega kippt aftur niður á jörðina. Þá var það Þverárármótin. Ég áttaði mig ekki á þessum stað seinast og ég held ég sé ekki búinn að átta mig á honum enn. Allavega fékk ég engan fisk þarna.

Þverár ós

Here is a good fishing pool but i have never got anything from it. Red box is were i fished, yellow is a deep line and i think there could be fish there. Green box is were i think fish might be but were not able to try it out because of lack of time.

Því miður sést þetta illa á myndinni en rauða svæðið er það sem ég veiddi. Guli boginn er dammur sem myndast við hólinn og fannst mér það mjög veiðilegt. Grænikassinn er svo svæði sem ég tel álitlegt en prufaði ekki því ég var að renna út á tíma. Nú væri ég bara til í að vita ef einhver þekkir þennan stað og les bloggið. Hvar heldur fiskurinn sig á þessum blessaða stað. Fór ég kanski yfir það innan rauða kassans og var bara óheppinn eða hvað. Það er bara sandbotn þarna og mér fannst þetta aldrei líklegt. Reyndar koma svona holur og kantar stundum en ekkert að ráði. Endilega skiljið eftir comment og deilið reynslu ykkar af þessum stað. En allavega. Þá var þessi fyrriparts vakt búin að vera algjör andstæða við það sem ég reiknaði með. Ætlaði bara drepa tíma við Hvamm meðan hitastigið væri að fara upp og hafði engar væntingar =1 fiskur. Staðir sem ég taldi öruggt að ég fengi fisk =0 fiskar.

Góðu fréttirnar voru samt þær að um 11 leitið fór sólin að sýna sig og um leið fór manni að hitna. Það hafði verið smá þoka og rigninarúði um morguninn þannig það var kærkomið þegar sú gula fór að leika við mann.

Ég hóf því vongóður seinniparts vaktina á svæði 1. Ég fór á minn uppáhaldsstað á því svæði Ármótsbreiðan eða Múnkaþverárbreiða eins og flestir kalla hana. Sú breiða geymir alltaf fisk sama hvort maður setur í hann eða ekki. Það er alltaf fiskur þarna.

Ég ákvað að byrja mjög ofarlega og var á vesturbakkanum.

Ég veiddi mig niður eftir og fékk fljótlega fisk. Hann var lítill. Vægast sagt, mjög lítill.

Áfram vann ég mig niður breiðuna. Ég veit ekki með ykkur en þegar ég verð ekki var lengi að þá missi ég oft einbeitinguna. Í stað þess að pirra mig á því að verða ekki var fer ég að njóta meira annara þátta eins og t.d. náttúruna. Ég hlusta á ánna, fuglasönginn og fylgist með þeim dýrum sem eru í grend. Það var akkúrat þannig ástand sem ég var kominn í. Ég naut þess að veiða mig niður breiðuna með sinfóníu í eyrum sem hinir ýmsir fuglar buðu uppá. Einnig fylgdist ég með Álftar pari og samskiptum þeirra. Ég var orðinn einn af náttúrunni og þá kom Höggi. Ég var svo upptekinn að drekka í mig allt það sem var að gerast í náttúrunni að ég brá ekki einu sinni við. Í fyrstu ætlaði ég að fara pirra mig á því að hafa verið annars hugar en síðan hætti ég snögglega við það og hélt áfram mína leið. Til að gera langa sögu stutta varð ég var tvisvar sinnum neðarlega á breiðunni þegar ég veiddi hana vestan meginn. ég labbaði síðan til baka og veiddi hana austan megin líka og varð ekki var. Þetta kom mér á óvart því maður setur nánast alltaf í fisk neðarlega á breiðunni. Líklega hefði ég geta náð tveim í viðbót hefði ég bara verið með einbeitinguna í lagi en hún var einhverstaðar allt annarstaðar þegar fiskurinn tók þá ákvörðun að sýna fluguni minni áhuga. Nú spyr ég ykkur veiðimenn hvernig finnst ykkur best að veiða þessa breiðu. Það sem er svo skemmtilegt við þennan stað er að það er hægt að veiða hann á marga mismunandi vegu. Frá vesturbakkanum, labba út í miðju og þar er hryggur og með að fylgja honum getur maður veitt báðum  megin við sig og svo auðvitað austurbakkanum. Ég veiddi þetta alltaf áður fyrr austan megin. Ég fæ oftar sjóbirting þeim megin en ég fæ mun meiri bleikju vestan megin. Hver er ykkar reynsla?

munkaþverárbreiða

Red marks the spot were i got a very small fish. Orange is were i had a knock but were not able to hook it because i was day dreaming.

Þetta er því miður ekki góð mynd. Google earth ákvað einhverja hluta vegna að skyggja þetta svæði en þarna sjáið þið hvar ég setti í fiskinn (rauður punktur) og síðan fekk ég tökur þar sem appelsínugulu punktarnir eru.

Ég eyddi miklum tíma á breiðunni og niðurstaðan var einn lítill fiskur landaður og 2 tökur en hugurinn var einhverstaðar annarstaðar þegar það gerðist. Ég ákvað því að fara á næsta stað.

Sá staður var við Hrafnagilsbrúnna þar sem lækurinn kemur út í. Þar er merktur staður en ekki merktur á kortinu. Ég byrjaði fyrir neðan brúnna og veiddi mig að því svæði þar sem lækurinn kemur út í. Ég hafði hreinsað hugann og eftir því sem ég færðist nær læknum varð einbeitingin meiri. Ég hafði aldrei veitt þennan stað áður en ég vissi að menn höfðu verið að gera ágætis veiði við lækinn. Ég kasta og svinga flugunni inn á svæðið þar sem lækurinn kemur út í og BAMM! Flugan nelgd og í kjölfarið sé ég fisk í loftköstum. Þrisvar sinnum stekkur hann upp úr ánni og ég veit að ég er ekki að fara taka fleiri fiska á þessum stað miðað við lætin í honum.

DCIM100GOPRO

Nice fish. 2 pound brown trout

Hrikalega skemmtilegur fiskur og þakkaði ég honum vel fyrir drengilegan bardaga með því að sleppa honum aftur eins og náttúrulega öllum örðum fiskum sem ég veiddi.

Nú var lítið eftir af tímanum ég renndi niður eftir austurbakkanum og kastaði á staði sem mér fannst líklegir og náði tveim í viðbót allir í svipaðri stærð þannig óþarfi að setja mynd af þeim hér.

Allir tóku þeir Black Ghost zonker með silvur kúlu. Mér finnst hún svakalega góð þegar ég er að leita af fiski.

Ég átti alveg magnaðan dag. Niðurstaðan er líklega sú að sjóbirtingurinn er líklega farinn til sjávar að mestu leiti. Ég hef ekki veitt eina bleikju á þessum fjórum vöktum sem ég hef veitt í Eyjafjarðará sem mér finnst skrítið en samt ágæstis mál því ég sækist ekki eftir að veiða niðurgöngu bleikju.

En staðbundinn urriði er enn á staðnum og bara bjög skemmtilegur þannig ég mæli alveg með því að menn og konur fari á svæði 1 og reyni fyrir sér. Svæði 0 var ekki að gera sig að þessu sinni.

Til að kaupa veiðileyfi í Eyjafjarðar á svæði 1 smelltu hér

Einnig langar mig að forvitnast hvort einhver hefur heyrt eitthvað úr Hörgá síðan hún opnaði?

Ég vil einnig þakka fyrir viðtökurnar. Seinasta færsla hjá mér fékk yfir 700 heimsóknir. Það var meira en ég hefði getað ímyndað mér.

Hérna er síðan smá myndband af þremur fiskum sem ég landaði. Here is a video from 3 fishes i got.

En jæja, afsakið langlokuna í mér. Ég mjög mikið að gera þessa færslu og hafði frá miklu að segja. Næsta veiðiferð verður vonandi í Vestmannsvatn. Þar hef ég aldrei veitt en vatnið opnar 15.maí og vonandi get ég farið 19 eða 20.maí. Síðan hefst urriðinn 1 júní. ´Mig langar að prufa Hrauns svæðið og Torfurnar ásamt fleiri svæðum. Þannig það verður vonandi frá mörgu að segja á næstunni.

p.s. setti ensku við myndirnar því ég var að fá margar heimsóknir utan íslands.

Takk fyrir mig og afsakið stafsetninguna.

Tight lines,

Leave a comment