Veiðitímabilið byrjar / Hörgá o.fl.

Þetta er að bresta á kæru vinir. Á morgun verður byrjað að veiða á nokkrum svæðum.

Eins og flestir vita sem fylgjast með snappinu mínu hefur Covid-19 heldur betur sett strik í reikninginn varðandi mín plön. Ég er ekki að fara veiða 1-4.apríl eins og planið var sökum að það er allt vinnuskipulag búið að breytast og síðan þurfti matti í sóttkví eftir að hann kom heim frá Mexíkó. Eins og staðan er núna að þá veit ég ekki hvenær ég mun veiða minn fyrsta dag. Ég sá fyrir mér jafnvel að skjótast eitthvað næstu helgi en spáin segir að það verði -15 gráðu frost. WHY GOD WHY! Þetta er alveg ótrúlegt, það er ekkert að falla með manni nema kannski að enginn í fjölskyldunni er kominn með Covid enn sem komið er. Er á meðan er! Annars á ég dag 11. apríl í Eyjafjarðará og ég vona að ég verði eitthvað búinn að geta farið fyrir það.

Ástandið í Eyjafjarðaránni fór batnandi í dag en síðan fór það aftur versnandi. Áður en þessi hlýindi byrjuðu var hún óveiðanleg fyrir ís. Síðan kom hláka og hvassviðri og ísinn fór að taka. Aðstæður voru orðnar flottar snemma í dag þó hún væri orðin vatnsmikil. Hins vegar keyrði ég fram hjá henni um 5 leitið í dag og þá var hún orðin vel brún af leysingum. Spurning hvernig hún verður á morgun. Ég vona allavega að þeir sem eiga opnunina geti veitt.

Svona leit Múnkaþverárbreiðan 3.apríl 2018. Það eru öðruvísi aðstæður í dag.

28059252_293985824462647_5551694493298463052_n

Veiðisnappið fer vel af stað.

Veiðisnappið heldur áfram að stækka og nýir gestasnapparar eru duglegir að skrá sig á daga. Eins og hefur komið fram eru fyrstu 2 vikurnar vel bókaðar en þó er aðeins laust. Það verður nóg um að vera á næstunni og verður t.d. veitt í Hólaá, Hólsá, Eyjafjarðará, Sandá/Brunná og Varmá svo eitthvað sé nefnt.

Þeir dagar sem eru enn lausir eru 8 og 10.apríl, 14-22. apríl, 26, 29-30 apríl. Það væri alveg frábært að ná að manna sem mest af dögunum í apríl. Þvílíka veislan sem það yrði. Ég vil þakka öllum sem hafa nú þegar skráð sig sem gestasnappara kærlega fyrir. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa sent veiðisnappinu myndir til að stytta biðina í veiðitímabilið. En annars bara gleðilega veiðivertíð á morgun. Veiðisnappið mun byrja í kringum hádegi á morgun.

91199630_10158477280331842_2251108701907714048_o

 

Hörgá fer í sölu fyrir almenning 1.apríl.

Á morgun fer Hörgá í almenna sölu. Hún hefur núna verið í viku í forsölu fyrir félagsmenn SVAK og á morgun getur almenningur verslað veiðileyfi hér. Hörgá frábær bleikju á og einnig er nokkuð magn af urriða.

Áin opnar 1.maí og verður því kærkomin viðbót við vorveiðina. Persónulega hefði ég viljað sjá hana byrja 1.apríl eins og aðrar ár sem leyfa vorveiði. Einnig vona ég að Svarfaðardalsá skoði bráðum að opna á vorveiði því það er flottur sjóbirtingsstofn í ánni.

Til að fara inn á vef SVAK og lesa meira um Hörgá og skoða kort smellið hér.

Í tilefni að Hörgá er að koma í vefsölu langaði mig einnig að benda á frábær myndbönd sem voru gerð um hvert og eitt svæði í Hörgá. Þessi myndbönd hjálpuðu mér töluvert þegar ég var að byrja stunda ánna. Tenglar eru hér fyrir neðan.

Hörgá svæði 1

Hörgá svæði 2

Hörgá svæði 3

Hörgá svæði 4a

Hörgá svæði 4b

Hörgá svæði 5a

Hörgá svæði 5b

Ég verð á vaktinni og reyni að fylgjast eins mikið með af þeirri veiði sem er í gangi á morgun. Endilega sendið mér myndir eða fréttir af veiði á morgun. Hægt er að senda mér í gegnum snappið mitt.

 

Veiði á íslenskum samfélagsmiðlum (uppfært)

Þessi pistill verður dálítið frábrugðinn öðrum en þar sem að veiðitímabilið nálgast óðfluga að þá datt mér í hug að kynna fyrir ykkur einstaklinga sem að gera veiðitengt efni á samfélagsmiðlunum. Ég biðst afsökunar ef ég er að gleyma einhverjum en ég gaf nokkra sénsa til þess að hafa samband við mig ef þið vilduð að ykkar miðlar kæmu hérna fram.

Ég ákvað að skrifa þennan pistil með tvennt í huga. 1) Aðstoða þá sem eru að gera veiðitengt efni að koma sér á framfæri. 2) Að þeir sem vilja komast yfir sem mest veiðitengt efni að þeir geti þá fylgt þessum aðilum og þannig haft nóg að horfa á yfir veiðitímabilið.

Ef þið addið þessum aðilum á samfélagsmiðlana ykkar að þá ættuð þið að hafa nóg að veiðitengdu efni til þess að horfa á.

Maddi Catch

Hvaða svæði á að veiða í sumar? Ég mun halda áfram að gera norðurlandinu góð skil ásamt því að stefnan er að fara á ný svæði. Ef Covid-19 grípur ekki inn í að þá mun ég verða við veiðar 1-4.apríl þannig það verður byrjað strax með látum. Svæði sem ég mun stunda eru: Eyjafjarðará, Ólafsfjarðará, Mýrarkvísl, Presthvammur, Staðatorfa, Múlatorfa, Efra og Neðra Hraun, Syðra fjall, Árbót, Sandá og Lónsá. Það eru enn að bætast við ný svæði fyrir sumarið þannig það stefnir í spennandi sumar. Ég mun einnig halda áfram með námskeiðin “lærðu á ánna” sem urðu mjög vinsæl seinasta sumar.

Snapchat: icemaddicatch

Instagram: icemaddicatch

Facebook: maddicatch

Youtube: maddicatch

 

Villimenn

Hvaða svæði á að veiða í sumar? Í stuttu spjalli sem ég átti við Villimenn sögðust þeir munu halda áfram að vera virkir á Snapchat og Instagram en ætluðu samt að færa sig meira út í að vera með vlog á youtube um veiði. Þau svæði sem þeir reiknuðu með að fara á voru: Tungufljót í Skaftafellssýslu, Eldvatn, Leirvogsá, Varmá, Kárastaðir, Villingavatnsárós, Ósasvæði Hítarár, Kaldakvísl, Skagaheiði, vatnasvæði lýsu og Tungnaá.

Facebook: Villimenn

Instagram: Villimenn

Snapchat: Villimenn

Youtube: Villimenn

 

Dagbók Urriða

Hvað má fólk búast við að sjá á miðlunum?
Þegar ég spurðist fyrir hvað væri á döfinni hjá Dagbók Urriða að þá fékk ég þetta svar. “Ég ætla að gera litla veiðiþætti þar sem ég skoða hluti og svæði sem mig langar að vita meira um. Allskonar bland af ferðalögum, fluguveiði, sagnfræði og kennslu en það er of snemmt að gefa upp hvaða svæði það verða”.
Facebook: Dagbók Urriða

Snapchat: Dagbokurrida

Youtube: Dagbók Urriða

 

Raggidanner

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Raggi er flinkur hnýtari og duglegur að sýna frá flugunum sem hann hnýtir. Hann stefnir á að vera mikið á þingvöllum og jafnvel skella sér í laxveiði í sumar. Þegar líður að hausti verður stang og skotveiði í bland á instagraminu.

Instagram: Raggidanner

 

Iceland_flyfishing87

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Áherslan verður mikil á þjóðgarðinn á Þingvöllum og geldingartjörnina. Einnig er vatnasvæði Lýsu og Varmá á stefnuskránni. Markmiðið er síðan að prufa mikið að nýjum svæðum og skella sér meðal annars í túr norður og ekki ólíklegt að Iceland_flyfishing87 og Maddi Catch munu leiða saman hesta sína í sumar.

Instagram: Iceland_flyfishing87

 

Icelandic_troutbum

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðir mikið á Þingvallavatni og notast oft við Belly boat þegar hann veiðir. Önnur svæði sem hann reiknar með að veiða eru: Skagaheiði, Úlfljótsvatn, Brúará, Melrakkasléttu, Laxá, Brunná, Köldukvísl, Tungnaá og Tungufljót.

Instagram: Icelandic_troutbum

Blogg: icelandictroutbum.wordpress.com

 

Veididrengurinn

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðidrengurinn er ungur drengur sem er að byrja með veiðiefni á samfélagsmiðlum og hvet ég alla til að bæta honum á listan sinn. Þau svæði sem hann reiknar með að fara á eru: Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá, Ólafsfjarðará, Svartá í Skagafyrði, Ljósavatn, Efra og Neðra Hraun og líklega fleiri urriðasvæði í Laxá í Aðaldal.

Snapchat: veididrengurinn

Instagram: veididrengurinn

 

jakobsindri

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Mjög virkur veiðimaður og margt framundan hjá honum. Hann hefur einnig verið að gefa út efni á youtube og hvet ég alla til að skoða það. Þau svæði sem Jakob ætlar að stunda á tímabilinu eru: Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Elliðavatn, Hraunsfjörður, Baulárvallarvatn, Ljósavatn, Laxá í Mývatnsveit, Staðartorfa, Arnarvatnsá, Ytri Rangá (urriðasvæði), Þverá í Haukadal og Litlaá.

Instagram: jakobsindri

Youtube: Jakobsindri

 

Highlandtroutfishing

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Highlandtroutfishing er aðeins öðruvísi en aðrir sem eru að gera veiðitengt efni á samfélagsmiðlum. Hann er mikið upp á heiðum að kanna ný svæði og oft er hann að veiða svæði sem enginn er að veiða. Mjög áhugavert efni sem kemur frá honum. Þau svæði sem hann ætlar að stunda á tímabilinu eru: Hlíðarvatn, Þingvallavatn, Kaldakvísl, Tungnaá, Hólmá, Varmá, Arnavatnsheiði og Skagaheiði.

Instagram: Highlandtroutfishing

 

Ariflyfish

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðimaður og Guide. Ari er virkur veiðimaður og oft að veiða á spennandi svæðum eins og Köldukvísl, Þingvallavatni, Varmaá, Litlaá, Laxá, Brúará, Holaá, Arnarvatnsheiði, Skagaheiði, Grímstunguheiði, Tungufljót, Eldvatn og Ytri Rangá (Urriðasvæði).

Instagram: Ariflyfish

 

Flyfishing_iceland

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Þessi drengur er að austan og sá eini þaðan í þessari upptalningu. Því er vert að bæta honum á samfélagsmiðlana til að fá fréttir af austurlandinu. Þau svæði sem hann reiknar með að stunda á tímabilinu eru: Brunná, Lónsá, Múlatorfa, Staðartorfa, Keldúá og Selfljót. Einnig verður veitt í vötnunum fyrir austan.

Instagram: flyfishing_iceland

 

Silli kokkur

Silli kokkur er virkur á samfélagsmiðlum  og sinnir Skot, stangveiði og eldamennska.

Instagram: sigvaldij

Snapchat: sillikokkur

Youtube: Silli Kokkur

 

Flugucastið

Podcast um veiði. Þegar þetta er skrifað eru komnir 34 þættir frá þeim félögum. Ég mæli eindregið með því að ef þú lesandi góður hefur ekki hlustað á þessa þætti að þá gerir þú það og getur ýtt á linkin hér fyrir neðan við soundcloud.

Instagram: flugucastid_

Soundcloud: Flugucastid

 

Veiðisnappið

Nýtt veiðisnapp sem er byggt á “take over” þá koma gestasnapparar og taka yfir snappið. Þar að leiðandi verður efnið inn á snappinu fjölbreytt og vonandi skemmtilegt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með veiðisnappið geta sent tölvupóst á veidisnappid@hotmail.com og óskað eftir dagsetningum eða haft samband við mig á facebook, instagram eða snapchat.

Snapchat: veidisnappid

 

Guide Mike

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Hólaá, Þingvellir, Úlfljotsvatn, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn, Hraunsfjörður, Bauluvallavatn, Arnarvatnsheiði norðan og sunnan ásamt Skagaheiði.

Snapchat: mikki55

Ég vil koma á framfæri að þetta er í raun bara örkynning á þeim sem eru að gera veiðitengt. Það var sameiginlegt með öllum viðmælendum að sumarið var enn í mótun og því eiga fleiri svæði eftir að bætast við þennan lista sem var gefin út núna.

Nú styttist heldur betur í tímabilið. Ég vona að allir eigi gott veiðitímabil og fari varlega á meðan þetta ástand gengur yfir með þennan blessaða vírus. Ég held að við ættum öll að taka þetta alvarlega og vera skynsöm.

Takk fyrir mig.

 

Allt mögulegt.

Jæja það styttist í að tímabilið og að því sögðu verður biðin enn erfiðari. Sjálfur mun ég byrja 1.apríl ásamt fríðu föruneyti og veiða í fjóra daga. Ég bið ekki um mikið en mikið agalega vona ég að veður verði þolanlegt bara svo hægt sé að veiða. Það þarf ekki að vera frábært bara rétt svo þannig að hægt sé að veiða. Ég bið ekki um meira. Við munum veiða í Sandá, mýrarkvísl, Presthvamm, Syðra-fjall og Árbót. Læt fylgja 3 myndir úr opnuninni í Sandá 2014 sem var alveg ótrúleg. Þessa 3 höfðingja fékk ég alla með stuttu millibili. Þeir voru 79cm,78cm og 74cm.

 

Fréttir voru að berast að Svarfaðardalsá fer í forsölu fyrir félagsmenn SVAK 9.mars og síðan í almenna sölu viku seinna. Svarfaðardalsá er gríðarlega skemmtileg sjóbleikjuá sem einnig hefur marga stóra urriða. Þess má geta að nú verður áin seld í hálfum dögum en ekki heilum eins og hefur verið seinustu ár. Sjá nánar á vef SVAK

 

Nýr þáttur var að koma út frá snillingunum í Flugucastinu. Sá þáttur er ekki af verri endanum. Þátturinn var tekinn upp live í Veiðiríkinu og var viðmælandinn Matthías Hákonarson stórvinur minn. Mæli með að þið kíkið á þáttinn. Til að hlusta á þáttinn getið þið smellt hér.

88213208_641873046642773_1036592585977626624_n

 

Ég er farinn af stað með enn einn gjafaleikinn því sælla er að gefa en þyggja. Í þessum gjafaleik er ég í samstarfi við Veiðiríkið. Þeir gáfu þetta flotta flugubox og vil ég þakka þeim fyrir það. Til að taka þátt í leiknum farið þið inn á facebook síðuna mína Maddicatch finnið myndina af fluguboxinu og skrifið hvar þið ætlið að veiða í sumar og taggið þá sem þið ætlið að veiða með. Einnig farið þið inn á facebook síðu Veiðiríkisins og hendið like á síðuna þeirra. Þeir eiga það skilið enda bjóða þeir upp á frábæra þjónustu.

 

Á morgun sunnudaginn 8.mars kl 12:00 fer fram kastæfing í íþróttahöllinni á Akureyri. Það er Stangveiðifélag Akureyrar sem stendur að kastæfingunum og er þetta sú þriðja í röðinni. Fjórða og síðasta æfingin verður síðan 15.mars. Aðgangur er ókeypis og öllum frjálst að mæta. Hingað til hefur þátttaka verið með besta móti og mikið af nýliðum að mæta. Hér má sjá nokkrar myndir frá kastæfingunum.

 

Við höldum áfram að telja niður í veiðina. Næsta blogg verður umfjöllun um þá einstaklinga sem ætla halda úti veiðitengdu efni í sumar á annað hvort snapchat eða instagram. Ef þú ætlar að vera með veiðitengt efni á snapchat eða instagram að þá endilega hafðu samband við mig í gegnum facebook , instagram eða snapchat.

 

Ef þú ert með frétt eða veiðitengt efni sem þú villt koma á framfæri að þá endilega hafðu samband.

Þurrfluguveiði

Þurrfluguveiði eða dry fly fishing.

61978448_556898081504752_9004395220917288960_n

Hvað er hægt að segja. Fyrir mér er ekkert betra en yfirborðsveiði. Ég hef oft á tíðum sagt það á snappinu að ég vil frekar fá einn fisk á þurrflugu en tíu fiska á púpu. Því reyni ég oft að veiða á þurrflugu í ekkert sérstökum aðstæðum og enda á að fá ekkert.

Löngunin að sjá fiskinn koma upp á yfirborðið og taka fluguna er oft sterkari en skynsemin sem segir þér hvaða aðferð er best að beita hverju sinni. Kannast ekki fleiri við þetta?

En hvað skal hafa í huga þegar á að veiða á þurrflugu?

Stöngin: Ég ætla ekki að fara djúpt í búnaðinn því misjafn er smekkur manna og því ekki allir á sama máli. Ég tel samt að flestir sem veiða á þurrflugu vilji veiða með mjúkri eða millistífri stöng. Mjúkar stangir eru vinsælar hjá erlendum veiðimönnum enda veiða þeir oft í logni og ekki óalgengt að það séu tré og jafnvel skógur sem gefur skjól þar sem þeir veiða. Við íslendingar erum yfirleitt ekki svo heppnir og því er oft á tíðum erfitt að veiða með mjög mjúkri stöng. Því myndi ég mæla með stöng sem er meðal stíf því hún ræður við það ef það kemur léttur andvari.

Taumurinn: Í þurrfluguveiði skiptir framsetning/presentation flugunnar öllu máli. Svo að flugan leggist sem best á vatnið er mikilvægt að taumurinn sé frammjókkandi. Hægt er að kaupa frammjókkandi tauma og kosta þeir töluvert meira en venjulegt taumefni. Einnig er hægt að búa sjálfur til frammjókkandi taum úr því taumefni sem þú átt. Hægt er að byrja efst með bút úr 1 eða 2x, síðan taka bút úr 3x og síðan enda á 4 eða 5x. Fiskurinn er sterkur hér á landi og því ekki ráðlagt að fara niður fyrir 4x nema aðstæður séu erfiðar t.d. glampandi sól og fiskurinn taumstyggur.

Aðstæður: Margir halda að það þurfi að vera algjört blankalogn til að veiða á þurrflugu en svo er ekki raunin. Það fer að vísu mikið eftir svæðinu sem maður er að veiða á en yfirleitt er hægt að finna skjól þó það sé vindur t.d. ef það eru hólmar eða eyjar á svæðinu. Í skjólinu safnast oft saman skordýr og flugur þannig að fiskurinn getur oft lent í miklu fæðuframboði á þeim stöðum. Dæmi um svoleiðis skilyrði eiga sér oft stað í Laxá í Aðaldal. Á silungasvæðunum fyrir neðan stíflu eru oft hólmar og eyjar og þar myndast oft góðar aðstæður til þurrfluguveiða þrátt fyrir að það sé vindur.

Er fiskurinn að vaka?: Það eykur líkurnar þínar töluvert ef þú sérð fisk vera vaka. Auðvitað er hægt að fá fisk til að koma upp í þurrflugu þó maður hafi ekki séð neitt en líkurnar eru ekki með manni í liði. Ef að ég sé engan fisk vaka og lítið af flugu á yfirborðinu þá set ég yfirleitt stóra þurrflugu undir. Oft snýst þetta um einfalda stærðfræði. Fiskurinn verður að telja sig vera græða á því að eltast við fluguna. Ef fiskurinn er að græða meiri næringu en orkunni sem hann eyðir í að fara á eftir flugunni þá er ekki útilokað að hann láti til skara skríða.  Margir reyndir veiðimenn hafa sagt mér að þegar þú leitar af fiski sem er að vaka þá kastarðu aldrei á fisk sem hefur vakað aðeins einu sinni. Þú vilt bíða og kasta á fisk sem hefur komið upp eftir flugu á sama stað tvisvar eða oftar. Sá fiskur er líklega búinn að koma sér í góða stöðu og búinn að finna fæðu-línu sem ber til hans mikið æti. Sá fiskur er líklegri til að taka fluguna þína heldur en fiskur sem kom upp einu sinni og svo ekki meir.

Lognið á eftir storminum: Nei ég er ekki að ruglast. Oft myndast ótrúlegar aðstæður til þurrfluguveiði eftir að það lægir eftir hvassviðri. Yfirleitt er yfirborð vatnsins loðið af allskonar skordýrum sem annað hvort fauk á yfirborðið eða settist á það í leit að skjóli. Ég hef sjálfur lent í þessu. Ég var með félaga mínum frá Írlandi við veiðar á Efra-Hrauni fyrir nokkrum árum síðan. Veður var vont framan af degi og í raun svo hvasst að við fórum ekkert út á morgunvaktinni. Þegar farið er að líða á seinni vaktina fer vindinn að lægja og er vindur orðinn þokkalega hægur um kl. 18:00. Við hendumst þá út og keyrum niður á Hraun. Það var rólegt fyrsta klukkutímann en við sáum samt að það var gríðarlega mikið æti á ánni eftir rokið. Þegar klukkan var orðin rúmlega 19 þá var eins og einhver hefði bara ýtt á takka því það fór gjörsamlega allt í gang og fiskur vakandi út um allt. Lentum við félagarnir í ævintýranlegum tveimur tímum þar sem við lönduðum hverjum fisknum á fætur öðrum á þurrflugu.

Náttúran og fluguval: Mikilvægt er að vera meðvitaður um það hvað er að gerast í náttúrunni þegar verið er að velja flugur. Góð regla er að skoða yfirborð vatnsins, velta steinum til að sjá hvað kemur undan o.s.frv. Það er hægt að setja þurrflugur í marga flokka en ég ætla flokka þá í tvo megin flokka og þeir eru yfirborðsflugur og emerger sem ég hef ekki góða íslenska þýðingu á. Yfirborðsflugurnar fljóta allar á yfirborðinu á meðan emerger er fluga sem er að hluta til undir yfirborðinu en hinn hlutinn flýtur. Til að taka dæmi um emerger má t.d. nefna klinkhammer sem er líklega ein vinsælasta þurrflugan í dag.

Það er endalaust hægt að tala um þurrfluguveiði. En þegar ég var að undirbúa mig að skrifa þessa grein þá rakst ég á alveg magnað myndband um þurrfluguveiði sem segir í rauninni allt sem segja þarf um þurrfluguveiði.

Til að horfa á þetta frábæra myndband um þurrfluguveiði smellið hér

Uppáhalds svæðin mín til að veiða á þurrflugu eru: Lónsá á Langanesi, Presthvammur, Staðartorfa, Múlatorfa og Efra-Hraun.

Hér eru 2 myndir af fiskum sem ég náði á þurrflugu í Lónsá.

82210418_722464174948141_8926318260278788096_o83506448_722464111614814_1063538055446528000_o

Fyrir þá sem vilja geta séð veiðitengt efni á samfélagsmiðlum strax 1. apríl þá getið þið fylgst með miðlunum mínum en ég mun hefja veiðar strax og veiðitímabilið byrjar.

Einnig eru fleiri gjafaleikir á næstunni. Ég á eftir að gefa flugubox frá Veiðiríknu og einnig eitt Stirðu box eftir Marinó. Einnig ætla ég sjálfur að gefa flugubox með flugum sem ég hef pantað frá Kenya ásamt því að ég mun gefa veiðileyfi þegar nær dregur veiðitímabili.

Ef þú ert með vöru eða veiðisvæði sem þú villt koma á framfæri að þá ekki hika að hafa sambandi.

Andstreymis veiði

Þá er komið að líklega því efni sem flestir hafa óskað eftir. Mikið af fólki hefur beðið mig að skrifa um andstreymis veiði eða “upstream” og þá með tilliti til púpuveiði “nymphing”. Ég held að margir séu sammála mér þegar ég segi að andstreymis veiði er líklega sú gjöfulasta. Það varð þvílíka sprengjan þegar þessi aðferð kom fyrst til landsins og flestir veiðimenn fóru að veiða betur og meira.

Þegar ég fór að kafa ofan í efnið til að undirbúa mig fyrir skrifin þá áttaði ég mig fljótlega á því að ég væri aldrei að fara geta skrifað mjög ýtarlega um andstreymis veiði. Það eru til svo margar aðferðir að það hálfa væri nóg og því mun ég aðeins stikla á stóru og einfalda hlutina mjög mikið.

1-2 púpur og tökuvari:

Ég myndi segja að algengasta andstreymis aðferðin hér á íslandi sé þessi klassíska 1-2 púpur og tökuvari. Ég byrjaði allavega þannig að veiða andstreymis og sé flesta gera það þannig. En hvað er það sem hafa ber í huga við þessa aðferð?

Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga.

Taumlengdin, taumefnið, lengd frá púpu og upp í tökuvarann og stærð og þyngd á púpunum sem eru undir.

Taumlengd: Það skiptir máli að vera með nógu langan taum. Í tékknesku aðferðinni er yfirleitt notaður langur taumur og stutt köst. Þá er reynt að láta línuna ekki fara á vatnsyfirborðið til að hafa sem minnstu áhrif á vatnið. Þó margir tileinki sér þessa aðferð hér heima þá sér maður mjög marga taka virkilega löng köst þannig að það fyrsta sem fiskurinn sér er flugulínan en ekki flugan. Það er mjög misjafnt hvað menn vilja vera vinna með langan taum en það góða við tökuvarann er að þú getur stillt lengdina frá púpu og upp í tökuvara eftir aðstæðum.

Taumefnið: Mér finnst mjög gott að nota fram-mjókkandi tauma eða skeyta taumum saman. Þá er maður með sterkari tauminn efst og svo nettari taum fyrir neðan. Það sem þetta gerir er að taumurinn er mýkri í hreyfingu og leggst betur þegar hann skellur á yfirborði vatnsins.

Lengd frá púpu og í tökuvarann: Þetta er líklega eitt það mikilvægasta þegar við notum tökuvara. Sé bilið of stutt komast púpurnar aldrei niður á botn og ef bilið er of langt er líklegt að við missum af mörgum tökum því það er svo mikill slaki á taumnum undir yfirborðinu. Mikilvægt er að vera með rétta lengt svo svo púpurnar nái til botns og að tökuvarinn sökkvi strax og fiskur tekur púpuna. Til eru ótal tegundir af tökuvörum og misjafnt hvað mönnum finnst. Eitt er þó mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að veiða nettar og viðkvæmar ár og það er að tökuvarinn hafi sem minnstu áhrifin á yfirborðið. Hér er mynd af nokkrum tökvörum sem dæmi.

Stærð og þyngd flugunnar sem er undir: Þetta skiptir jafn miklu máli og lengd púpunar frá tökuvara. Ef púpan/púpurnar eru of léttar þá eru þær ekki að ná til botns áður en þær koma að fisknum. Því er oft vinsælt, sérstaklega hér norðanlands að veiða með stórum og mjög þungum púpum og má þar nefna sérstaklega flugurnar hans Sveins Þórs. Þær eru alveg einstaklega þungar og því byrja þær nánast að veiða strax og þær koma í vatnið. Ég veiði ávallt með tvær mismunandi stærðir af flugum. Við þekkjum öll að stundum er ekkert að ganga en síðan förum við í minni flugu og þá fer allt að gerast.

Mér finnst best að nota þessa aðferð ef vatnið er hratt og jafnvel mjög djúpt. Í hröðu og jafnvel ólgandi vatni er mikilvægt að hafa góðan tökuvara sem flýtur sama hvað.

Euro nymphing: Munurinn á þessari aðferð og þeirri sem ég fjallaði um fyrir ofan er að það er ekki notaður tökuvari og þú ert ekki að kasta flugulínunni þinni. Margir ganga svo langt að hafa ekki flugulínu einu sinni á hjólinu heldur búa til mjög langan taum með því að skeita saman taumefni. Sama aðferð er notuð og talað var um áðan s.s. sterkasta og þykkasta taumefnið efst og síðan fer það minnkandi og endar á fíngerðasta taumefninu. Allt er þetta gert til að hafa eins lítil áhrif á vatnið og mögulegt er. Ég beitti þessari aðferð í fyrsta skipti seinasta sumar og fannst mér það æðislegt. Mér hefur alltaf fundist hálf leiðinlegt að veiða með tökuvara því þú ert bara bíða eftir að einhver tökuvari stoppi eða fari niður og þá bregður þú við. En í Euro nymphing þá þarftu að virkja skilningarvitin þín. Þú þarft að halda þvílíkri einbeitingu og fylgjast með ef það kemur minnsta hökt eða högg á tauminn á meðan þú fylgir honum niður strauminn.

Ég notaði þessa aðferð í Lónsá í fyrra. Áin er vel til þess fallin að nota Euro nymphing þar sem hún er lítil, nett og viðkvæm. Ég gat komist mjög nálægt fisknum og ég var aldrei að styggja hylinn með köstunum mínum þar sem ég notaði engan tökuvara og frekar nettar flugur. Ég notaði 15 feta fram-mjókkandi taum frá Guideline og það var alveg nóg því ekki var nauðsynlegt að kasta langt. Yfirleitt sá ég fiskinn fyrir framan mig og ég þurfti bara að koma flugunni fyrir framan hann og fylgjast með hvort ég fengi einhver viðbrögð. Ég held að árangurinn hefði ekki verið eins góður hefði ég verið með styttri taum og jafnvel tökuvara þannig að bæði flugulínan og tökuvarinn væru að fara yfir fiskinn.

New Zealand dropper: Þessa aðferð nota ég töluvert. Þegar ég var að byrja í minni fluguveiði þá lærði ég að veiða andstreymis á hefðbundinn máta með tökuvara. Einn daginn sá ég hinsvegar mann vera veiða. Hann veiddi andstreymis en þó ekki með tökuvara. Í stað tökuvarans notaði hann þurrflugu.

Image result for new zealand dropper

Ég hugsaði strax að þetta væri mun skynsamlegra heldur en að nota tökuvara því þarna gæti ég verið að veiða bæði yfirborðið og svo á botninum. Þessi aðferð er þó ekki gallalaus og á alls ekkert alltaf við. T.d. í mjög hröðu vatni þar sem þurrfluga ætti erfitt með að haldast á floti eða ef dýpið er það mikið að þú þyrftir að nota tvær mjög þyngdar púpur. Þá er erfitt að finna góða þurrflugu sem getur flotið með slíka þyngt hangandi neðan í sér. Einnig er mikilvægt að þurrflugan sem notuð er sjáist vel því hún er jú tökuvarinn þinn ef fiskurinn ákveður að taka púpuna. Þannig að þetta er ekkert alltaf hentug aðferð. En þessa aðferð nota ég mikið ef það er gott veður og vatnið þokkalega þægilegt. Ef maður er að sjá stöku uppítökur en telur þó að líklegast sé að fiskurinn sé að taka púpurnar þá er þetta góð aðferð að beita því þú veist aldrei nema fiskurinn taki þurrfluguna. Hversu oft hafið þið fengið fisk til að koma í tökuvarann? Þá hefði verið gott að hafa þurrflugu í stað tökuvara.

Niðurstaðan er sú að allar aðferðirnar hafa sýna kosti og galla og skal þeim beitt miðað við hvað hentar best hverju sinni. .

Eins og ég sagði þá eru til margar aðferðir í viðbót t.d. pólska, tékkneska, franska og spænska aðferðin. Það var of tímafrekt að gera öllum þessum aðferðum skil og því aðeins stiklað á stóru eins og áður sagði.

Hins vegar fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra og skoða t.d. fleiri evrópskar aðferðir að þá mæli ég með þessari síðu hérna.

Evrópskar andstreymis aðferðir 

Einnig er hægt að finna myndbönd sem gefa þessum aðferðum ágætis skil.

Tékkneska aðferðin

Euro nymphing

Dry and dropper

Vonandi hefur einhver gagn af því að lesa þetta og getur tileinkað sér nýja veiðiaðferð á komandi sumri. Maður tapar allavega aldrei á því að hafa fleiri vopn í vopnabúrinu sínu.

Ef einhverjum langar að fylgja mér á samfélagsmiðlum til að sjá meira veiðitengt efni þá getið þið séð snapchatið mitt og instagram hér fyrir neðan. Ég mun byrja strax að sýna frá veiðiferð 1-4. apríl og það er ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Votfluguveiði – Hvað hafa ber í huga.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðar undirtektir á seinustu færslu hjá mér. Að fá svona góð viðbrögð gefur manni ástæðu til að setjast niður við tölvuna og skrifa.

En vindum okkur að málefni dagsins. Eftir seinasta póst um uppáhalds flugurnar mínar fékk ég nokkuð mikið af spurningum hvernig ég veiði með votflugum. Ég svaraði nokkrum fyrirspurnum en ákvað svo bara að skrifa smá grein um þetta þannig að fleiri geta nýtt sér og vonandi notað nýja veiðiaðferð í sumar 🙂

En hvað á að hafa í huga þegar veitt er með votflugum?

Búnaður: Ég mæli með 9 – 9.6 feta stöng fyrir línu 4-6. Mér finnst gott að vera með nettar græjur í svona veiði og þú þarft ákveðna mýkt. Sérstaklega þegar verið er að veiða í smærri ám.

Flugur og taumur: Eins og kom fram í fyrri pistli að þá veiði ég yfirleitt á 2-3 votflugur. Ég ætla fara yfir tvær aðferðir til að tengja flugurnar saman. Fyrsta aðferðin er að hnýta í öngulinn á flugunni. Á myndinni hér fyrir neðan er sýnt hvernig hnýtt er frá öngli og í aðra flugu. Bilið sem þeir segja á myndinni er 12-20 inches en ég er ekkert endilega sammála því. Ég hef oft notað minna bil og þá sérstaklega ef ég er að veiða í litlum ám.

Screen-Shot-2017-11-16-at-8.10.59-AM-617x420.png

Hin leiðin er að hnýta dropper. Til eru margar aðferðir til að hnýta dropper á og ætla ég ekki að fara í það hver sé besta aðferðin en hér fyrir neðan er hægt að finna eina leið til að gera það. Eflaust eru til betri leiðir en þið getið þá skoðað Youtube eða Google og fundið fleiri aðferðir.

Hvernig hnýta á dropper

Þegar velja á flugurnar í verkið eru nokkur atriði til að hugsa um.

  1. Skoðaðu hvað er að gerast í náttúrunni. Sérðu eitthvað klekjast undir yfirborðinu? Hvað er fiskurinn að éta?
  2. Stærð á flugunum. Ég veiði alltaf með mismunandi stærðum á flugum. Ef þú ert með sömu stærð á öllum flugum þá ertu að takmarka þig að einhverju leyti. Það er gott að veiða með mismunandi stærðum til að sjá hvað fiskurinn vill.
  3. Mér finnst oft jarðlitirnir góðir þegar kemur að votflugum. Ef ég veiði með tveim flugum þá byrja ég yfirleitt með tvær jarðlitaðar (svart, grátt, brúnt o.s.frv.). Ég hef minni fluguna framar og þá stærri á endanum. Ef lítil viðbrögð koma á þessar tvær og kannski ekkert gerist eftir að ég skipti tvisvar eða þrisvar um flugu þá bæti ég þriðju flugunni við og þá hef ég hana yfirleitt frábrugðna hinum. Sú fluga er þá með flash eða einhverju áberandi og er hún notuð til að fanga athygli fisksins á annan hátt en hinar flugurnar gera. Ef ég hinsvegar byrja með þrjár flugur þá nota ég tvær jarðlitaðar og eina allt öðruvísi sem er áberandi með silfur, flash eða eitthvað annað sem fangar athygli fisksins.

Aðstæður: Einu sinni las ég að í 90% tilvika er fiskurinn að éta undir yfirborðinu. Það borgar sig því að geta beitt öllum tiltækum aðferðum til að egna fyrir fisk undir yfirborðinu. Oft á tíðum sjáum við fisk taka “head & tail” eða að hann étur rétt undir yfirborðinu að þá sér maður oft glitta í bakið á fiskunum. Mín reynsla er sú að það eru kjöraðstæður fyrir votflugur.

Tæknin:

1.Ávallt byrja að taka stutt köst og lengja svo í. Þetta á í rauninni við um alla veiði. Við erum gjörn á að byrja að vaða lengst út í á og negla svo flugunni lengst út í. Ég veit ekki hvað maður hefur fengið marga fiska bara rétt upp við bakkann. Einnig ef þú vilt komast út í miðja á, veiddu þig þá þangað með stuttum köstum sem byrja frá bakkanum og veiddu þig síðan út í miðju.

2. Við viljum hafa köstin 45 gráður niður fyrir okkur og stöngina alltaf niðri eftir kastið. Myndin sýnir hvernig við byrjum að kasta og hvernig við “mendum” upp til að fá sem náttúrulegasta rekið.

beyondtheswing_2.jpg

3. Þegar búið er að kasta þá kemur að mikilvægasta þættinum í votfluguveiði að mínu mati. Línustjórnun skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að votfluguveiði. Eftir að búið er að kasta snýst allt um að flugan fái sem náttúrulegasta rekið og ferðist um á hraða straumsins. Ef það kemur of mikil bugt á línuna að þá fer línan að taka á sig of mikið vatn sem leiðir til þess að flugan fer of hratt. Því er lykillinn í votfluguveiði að stjórna línunni með því að “menda” þannig að rekið verði náttúrulegt.

Hér er frábært myndband um línustjórnun

4. Mikilvægt er að línan sé ávallt bein. Þegar þú “mendar” til að taka belg af línunni er mikilvægt að þú sért með línuna beina og engan slaka því þú þarft alltaf að vera í tengingu við fluguna. Tökurnar geta oft verið grannar og ef þú ert ekki alltaf með tengingu við fluguna þá eru góðar líkur á að þú missir af tökunni.

5. Eftir að flugan hefur tekið fullt rek (swing) er mikilvægt að bíða aðeins. Gott er að leyfa henni að dingla í 2-3 sekúndur áður en kastað er aftur. Í votfluguveiði er lítið sem ekkert “strip” (inndráttur á línu). Flestir taka nokkuð þægileg köst og láta reka niður fyrir sig, bíða aðeins og kasta svo aftur. Mér persónulega finnst best að kasta og þegar flugan er komin niður fyrir mig þá bíð ég 2-3 sekúndur, tek svo 2-3 lítil “strip” og kasta svo.

Í votfluguveiði tekur fiskurinn lang oftast á rekinu en ég næ oft að slíta einn og einn fisk á þessum stuttu “strippum” í restina.

Þetta er svona það helsta sem mér finnst fólk þurfa að hafa í huga þegar kemur að votfluguveiði. Það er endalaus fróðleikur á internetinu og hvet ég þá sem hafa áhuga á að verða sér úti um frekari fróðleik.

Hér eru svo tvö ágætis myndbönd um votfluguveiði.

Byrjenda myndband í votfluguveiði

Votfluguveiði

Ef ykkur líkaði greinin, endilega hendið í like á greinina og ekki væri verra ef þið mynduð deila henni því það hvetur mann bara enn frekar til að gera veiðitengt efni ef undirtektirnar eru góðar.

Takk fyrir mig.

 

Mínar uppáhalds flugur – Good flies to have in iceland.

Lengi hefur mig langað að byrja að skrifa aftur um veiði. Það hafa margar hugmyndir komið í kollinn en lítið farið í framkvæmd. Hér er ég þó kominn fyrir framan tölvuna og búinn að leggja í smá vinnu að safna saman myndum fyrir þessa grein.

Fyrir sirka ári síðan valdi ég þrjár bestu flugurnar í hverjum flokki á snappinu mínu og fékk mjög góðar undirtektir. Það kom mér svo sem ekki á óvart því til er heill hafsjór af flugum og sitt sýnist hverjum og allir hafa skoðanir á því hvaða flugur eru bestar. Ég fór því af stað og vildi skrifa grein um mínar uppáhalds flugur í hverjum flokki því margir inn á veiðidellunni eru komnir til ára sinna og eru ekki á Snapchat. Einnig langar mig að gera mitt til að stytta mönnum stundir á meðan þeir bíða eftir veiðitímabilinu.

Ég mun skrifa stuttan enskan texta því ég mun deila þessari grein á erlenda facebook hópa.

En jæja vindum okkur í þetta umdeilda val mitt á bestu flugum í hverjum flokki fyrir sig:

Here i am going to write about what flies are good to have if you come to fish in iceland. I will put them in categories for example, nymphs, wet, dry flies, trout streamers, char streamers and sea-trout flies.

Votflugur – Wet flies. 

Mér finnst ekki mikið fara fyrir votfluguveiði hjá íslenskum veiðimönnum. Sjálfur hafði ég ekki mikið notað þá aðferð fyrr en fyrir nokkrum árum síðan er ég var leiðsögumaður fyrir hóp af frökkum sem voru að veiða í Mýrarkvíslinni. Magnið sem þeir veiddu með að nota votflugur var ótrúlegt. Ég fór að tileinka mér þessa aðferð og nota 2-3 votflugur í einu með mjög góðum árangri við vissar aðstæður. Mér finnst best að nota votflugur þegar fiskurinn er að éta rétt undir yfirborðinu og maður sér hann taka “head & tail”. Þessa aðferð nota ég t.d. mikið í Mýrarkvísl og á silungarsvæðunum í Aðaldal t.d. á Presthvammi, Hrauni, Staðartorfu og Syðra-fjalli. Þegar kom að því að tilnefna mínar uppáhalds flugur, þá var ekki hægt að gera upp á milli votflugu útgáfunni af Black Gnat og svo Alder. Báðar þessar flugur eru ótrúlega skæðar og oftast duga þær allan tímann og maður þarf aldrei að skipta um flugur þannig að ég set þær í 1. og 2. sæti. Sú fluga sem fékk 3. sætið heitir March brow og er nokkuð öflug fluga. Önnur fluga sem hefði geta verið þarna er votflugu útgáfan af Héraeyra.

These are in my opinion the three best wet flies to use in Iceland

ALDER.jpg Alder

black gnat wet.jpg

 

 

 

Black Gnat wet fly

Wet-March-Brown-1.jpg        March Brow

 

Þurrflugur – Dry flies 

Það var virkilega erfitt að velja þær þurrflugur sem kæmust á blað og þurfti ég að vera grimmur með skurðarhnífinn. Ég fór í endalausa hringi með þetta enda til heill hafsjór af flottum og góðum þurrflugum. Þetta eru þær þurrflugur sem komust á blað.

It was tough to decide what dry flies would be in the top three but in the end it came down to these three flies.

klinkhammer.jpgNr 1. Klinkhammer er á toppnum þegar kemur að þurrfluguveiði á Íslandi að mínu mati. Ef svartur er ekki að virka þá mæli ég með því að skipta yfir í brúnann. Frábær fluga og að mínu mati á toppnum.

black-gnat-1.jpgNr. 2. Black Gnat er frábær fluga og gefur Klinkhammernum lítið eftir.

europa.jpgNr. 3. Europa. Það var hrikalega erfitt að velja þriðja sætið og var ég oft búinn að skipta um skoðun en endaði á þessari flugu. Þetta er frábær fluga sem hefur gefið mér marga ógleymanlega fiska.

Þar sem valið var virkilega erfitt að þá ákvað ég að nefna nokkrar flugur sem voru nálægt því að komast á topp þrjá listann “honorable mention”.

elk-hair-caddis.jpgElk Hair Caddis galdralöpp.jpgGaldralöpp

Suttlecock.jpgSuttlecock daddy-longlegs-10-y.jpgDaddy long legs

 

Púpur – Nymphs

Valið var ekki mikið auðveldara í púpunum skal ég segja ykkur. Það sést þó bersýnilega að ég er mikill aðdáandi flugu-Sveins og finnst púpurnar hans alveg einstakar. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru margir færir hnýtarar t.d. fyrir sunnan en því miður hef ég ekki verið svo heppinn að veiða á flugur sem þeir hafa hnýtt og því er erfitt fyrir mig að velja flugur eftir þá. En eins og ég hef sagt að þá er þetta val út frá mínu mati og reynslu.

There are so many good nymphs to choose from and many of them are made by Icelandic fly tyers so it was very tricky. But with these nymphs in your box you are good to go.

pt.jpgNr.1. Pheasant tail hnýtt eftir Svein Þór. Ég kann einstaklega vel við hans útgáfu af PT. Yfirleitt er flugan þó með kopar haus en ekki gull. Þetta er alltaf fyrsta fluga undir hjá mér ef ég veiði á púpur.

816_Krokurinnljosgrunnur.jpgNr. 2. Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á milli 2. og 3. sætis. Ég setti samt Krókinn í 2. sætið núna því sú fluga gaf mér einstaklega vel seinasta sumar og í rauninni gaf mér fleiri fiska en PT.

rollan.jpgNr. 3. Rollan er alveg mögnuð fluga. Þetta er fluga sem ég myndi alls ekki vilja vera án og hefur hún meðal annars gefið mér nokkra laxa.

Aðrar flugur sem voru nálægt því að komast inn á topp þrjá:

Honorable mention.

gulltoppur.jpgGulltoppur 820_Beykirljosgrunnur.jpgBeykir

heraeyra.jpgHéraeyraimg_20140228_081406.jpgPeacock

img_20140307_060508.jpgGlóðin rauð (til í fleiri litum)Hrafna.jpgHrafna

78153232_1928224670657338_7286699754703028224_n.jpgGæran

 

Straumflugur fyrir bleikjur – Streamers for Artic Char.

Það var ekki eins erfitt að velja flugurnar fyrir bleikjuna. Ég er mjög einhæfur þegar kemur að straumflugum fyrir bleikju og mögulega full þröngsýnn. Í þessum lið vel ég fjórar bestu flugurnar.

It was not as complicated to pick streamer flies for Artic Char. I tend to use only few flies when fishing for Artic Char because these four flies do the trick.

nobbler-bleikur.jpgNR. 1. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Bleikur Nobbler varð í fyrsta sæti hjá mér þegar kemur að straumflugu fyrir Bleikju. Gríðarlega öflug fluga og alltaf fyrsta fluga undir hjá mér þegar kemur að vali á straumflugu fyrir Bleikju. Það má samt segja að allir Nobblerar veiði vel. Ég hef fengið góða bleikjuveiði á svartan, appelsínugulan og rauðan. Ef ég er í ósaveiði þá er hvítur Nobbler fyrsta fluga undir.

Styrða.jpgNR. 2. Styrða er mjög góð fluga sem allir ættu að hafa í boxinu. Hún kemur í fleiri litum og hef ég t.d. veitt vel á svarta og gula.

Heimasaetan_straum_2.jpgNR. 3. Heimasætan mjög góð fluga. Það er ekki svo langt síðan að ég byrjaði að nota þessa flugu að einhverju viti. Hún gaf mér vel í sumar og þá sérstaklega í Eyjafjarðará.

bleik og blá.jpgNR. 4. Bleik og blá er ein af þessu klassísku bleikju flugum sem ætti að vera í boxinu hjá hverjum einasta veiðimanni.

 

Straumflugur fyrir Urriða – Streamers for Brown-trout.

Mér finnst urriðinn mun tökuglaðari en bleikjan og því oft breiðara val á flugum sem maður hefur. Ef urriðinn er í stuði þá nánast geturðu hent berum önglinum með kanski smá hár lufsu á og hann mun taka fluguna. En þegar hann er tregur til þá getur verið gott að hafa þessar flugur í boxinu. Listinn verður bara topp 2 bestu flugurnar þar sem ég tel tvær flugur bera af í þessum flokki. Ég mun svo nefna aðrar flugur sem eru góðar en komast að mínu mati ekki með tærnar þar sem hinar tvær hafa hælana.

The Trout can be very aggressive so you have more options when picking flies then when you decide what to offer for the Artic Char. These are the flies you have to have in your box when fishing for Brown trout.

Black-Ghost.jpgBlack_ghost_sunburst_zonker_tungsten_straum_2-600x600.jpg

NR. 1-2. Black Ghost er ótrúlega góð fluga þegar kemur að urriða. Fyrir mér eru tvær straumflugur sem bera af í urriðaveiði og er Black Ghost önnur af þeim. Flugan er til í mörgum afbrigðum en ég vil annað hvort hafa hana með fish skull eða kúlu til að þyngja.

rektor.jpgNR. 1-2. Rektor er á toppnum með Black Ghost. Það kemur örsjaldan fyrir að maður þarf að nota aðrar flugur en þessar tvær. Ég man ekki hversu oft ég hef veitt með sömu fluguna allan daginn og þá er það önnur hvor þessi. Án efa að mínu mati þær flugur sem bera af.

Aðrar góðar flugur – Honorable mention

Dentist_straum_2-600x600.jpgDentistNobbler_svartur_straum_2.jpgSvartur Nobbler

Dyrbitur_svartur_straum_2-600x600.jpgSvartur DýrbíturDyrbitur_graenn_straum_2-600x600.jpgOlive Dýrbítur

Nobbler_orange_straum_2.jpgAppelsínugulur Nobbler.

 

Straumflugur fyrir sjóbirting – Streamers for Sea-trout

Valið á straumflugum fyrir sjóbirting er svipað og fyrir urriðann með nokkrum undantekningum. Hér kemur listinn yfir þær flugur sem ég tel nauðsynlegt að hafa í boxinu þegar vorveiðin byrjar 1. apríl.

These are my listed flies for Sea-trout.

Black-Ghost.jpgNR. 1. Black Ghost er óformlegur konungur straumfluganna þegar kemur að urriða og sjóbirting.

IÐA.jpgNR. 2. Iða frábær fluga sem allir ættu að hafa í boxinu sínu þegar þeir veiða sjóbirting.

Dyrbitur_svartur_straum_2-600x600.jpgDyrbitur_graenn_straum_2-600x600.jpgDyrbitur_hvitur_straum_2.jpg

NR. 3. Dýrbítur er frábær fluga þegar kemur að sjóbirting. Ég nota mest hvítan og svartan.

flæðamús.jpgFlæðamúsin fær að fljóta með þar sem þetta er falleg fluga og ég veit hún gefur oft vel þó svo að hún hafi ekki verið mér gjöful.

 

Jæja ég vil minna að þetta er aðeins mín skoðun á þessum flugum, eflaust margir sem tengja við eitthvað af þessu og öðrum sem þykir þetta algjör vitleysa. Þessi grein var skrifuð með það í huga að stytta mönnum stundir í svartasta skammdeginu og vonandi hjálpar þessi listi veiðimönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu þannig aðþeir hafi einhverja hugmynd um hvaða flugur skal kaupa í boxið þegar veiðitímabilið byrjar. Ég vona að þið takið viljann fyrir verkið og hafið gaman af lestrinum.

Í næsta mánuði ætla ég að gera fluguhnýtingum hátt undir höfði á samfélagsmiðlunum mínum þannig ef þið hafið ekki bætt mér inn á instagram eða snapchat að þá endilega gerið það.

Kv. Valdimar (Maddicatch)

icemaddicatch_nametag.png34117960_10156644102836842_4542192468325564416_n.jpg

P.s. ég man af hverju það er svona langt síðan ég skrifaði seinast. Þetta tekur svo svakalega langan tíma að smíða svona grein. Ég sleppti laxa flugunum því það er orðið áliðið en það þýðir líka að ég hef ástæðu til að setjast aftur niður og skrifa.

Sandá 1.maí 2018

Ég fæ alltaf annað slagið skilaboð á facebook frá fólki sem er ekki á snapchat en langar að fylgjast með því sem ég er að gera. Ég ætla reyna bæta mig í að koma því á netið en hér er allavega ferð sem ég og Hafþór fórum 1.maí í Sandá. Gjörið svo vel.

 

34117960_10156644102836842_4542192468325564416_n