Allt mögulegt.

Jæja það styttist í að tímabilið og að því sögðu verður biðin enn erfiðari. Sjálfur mun ég byrja 1.apríl ásamt fríðu föruneyti og veiða í fjóra daga. Ég bið ekki um mikið en mikið agalega vona ég að veður verði þolanlegt bara svo hægt sé að veiða. Það þarf ekki að vera frábært bara rétt svo þannig að hægt sé að veiða. Ég bið ekki um meira. Við munum veiða í Sandá, mýrarkvísl, Presthvamm, Syðra-fjall og Árbót. Læt fylgja 3 myndir úr opnuninni í Sandá 2014 sem var alveg ótrúleg. Þessa 3 höfðingja fékk ég alla með stuttu millibili. Þeir voru 79cm,78cm og 74cm.

 

Fréttir voru að berast að Svarfaðardalsá fer í forsölu fyrir félagsmenn SVAK 9.mars og síðan í almenna sölu viku seinna. Svarfaðardalsá er gríðarlega skemmtileg sjóbleikjuá sem einnig hefur marga stóra urriða. Þess má geta að nú verður áin seld í hálfum dögum en ekki heilum eins og hefur verið seinustu ár. Sjá nánar á vef SVAK

 

Nýr þáttur var að koma út frá snillingunum í Flugucastinu. Sá þáttur er ekki af verri endanum. Þátturinn var tekinn upp live í Veiðiríkinu og var viðmælandinn Matthías Hákonarson stórvinur minn. Mæli með að þið kíkið á þáttinn. Til að hlusta á þáttinn getið þið smellt hér.

88213208_641873046642773_1036592585977626624_n

 

Ég er farinn af stað með enn einn gjafaleikinn því sælla er að gefa en þyggja. Í þessum gjafaleik er ég í samstarfi við Veiðiríkið. Þeir gáfu þetta flotta flugubox og vil ég þakka þeim fyrir það. Til að taka þátt í leiknum farið þið inn á facebook síðuna mína Maddicatch finnið myndina af fluguboxinu og skrifið hvar þið ætlið að veiða í sumar og taggið þá sem þið ætlið að veiða með. Einnig farið þið inn á facebook síðu Veiðiríkisins og hendið like á síðuna þeirra. Þeir eiga það skilið enda bjóða þeir upp á frábæra þjónustu.

 

Á morgun sunnudaginn 8.mars kl 12:00 fer fram kastæfing í íþróttahöllinni á Akureyri. Það er Stangveiðifélag Akureyrar sem stendur að kastæfingunum og er þetta sú þriðja í röðinni. Fjórða og síðasta æfingin verður síðan 15.mars. Aðgangur er ókeypis og öllum frjálst að mæta. Hingað til hefur þátttaka verið með besta móti og mikið af nýliðum að mæta. Hér má sjá nokkrar myndir frá kastæfingunum.

 

Við höldum áfram að telja niður í veiðina. Næsta blogg verður umfjöllun um þá einstaklinga sem ætla halda úti veiðitengdu efni í sumar á annað hvort snapchat eða instagram. Ef þú ætlar að vera með veiðitengt efni á snapchat eða instagram að þá endilega hafðu samband við mig í gegnum facebook , instagram eða snapchat.

 

Ef þú ert með frétt eða veiðitengt efni sem þú villt koma á framfæri að þá endilega hafðu samband.

Leave a comment