Veiði á íslenskum samfélagsmiðlum (uppfært)

Þessi pistill verður dálítið frábrugðinn öðrum en þar sem að veiðitímabilið nálgast óðfluga að þá datt mér í hug að kynna fyrir ykkur einstaklinga sem að gera veiðitengt efni á samfélagsmiðlunum. Ég biðst afsökunar ef ég er að gleyma einhverjum en ég gaf nokkra sénsa til þess að hafa samband við mig ef þið vilduð að ykkar miðlar kæmu hérna fram.

Ég ákvað að skrifa þennan pistil með tvennt í huga. 1) Aðstoða þá sem eru að gera veiðitengt efni að koma sér á framfæri. 2) Að þeir sem vilja komast yfir sem mest veiðitengt efni að þeir geti þá fylgt þessum aðilum og þannig haft nóg að horfa á yfir veiðitímabilið.

Ef þið addið þessum aðilum á samfélagsmiðlana ykkar að þá ættuð þið að hafa nóg að veiðitengdu efni til þess að horfa á.

Maddi Catch

Hvaða svæði á að veiða í sumar? Ég mun halda áfram að gera norðurlandinu góð skil ásamt því að stefnan er að fara á ný svæði. Ef Covid-19 grípur ekki inn í að þá mun ég verða við veiðar 1-4.apríl þannig það verður byrjað strax með látum. Svæði sem ég mun stunda eru: Eyjafjarðará, Ólafsfjarðará, Mýrarkvísl, Presthvammur, Staðatorfa, Múlatorfa, Efra og Neðra Hraun, Syðra fjall, Árbót, Sandá og Lónsá. Það eru enn að bætast við ný svæði fyrir sumarið þannig það stefnir í spennandi sumar. Ég mun einnig halda áfram með námskeiðin “lærðu á ánna” sem urðu mjög vinsæl seinasta sumar.

Snapchat: icemaddicatch

Instagram: icemaddicatch

Facebook: maddicatch

Youtube: maddicatch

 

Villimenn

Hvaða svæði á að veiða í sumar? Í stuttu spjalli sem ég átti við Villimenn sögðust þeir munu halda áfram að vera virkir á Snapchat og Instagram en ætluðu samt að færa sig meira út í að vera með vlog á youtube um veiði. Þau svæði sem þeir reiknuðu með að fara á voru: Tungufljót í Skaftafellssýslu, Eldvatn, Leirvogsá, Varmá, Kárastaðir, Villingavatnsárós, Ósasvæði Hítarár, Kaldakvísl, Skagaheiði, vatnasvæði lýsu og Tungnaá.

Facebook: Villimenn

Instagram: Villimenn

Snapchat: Villimenn

Youtube: Villimenn

 

Dagbók Urriða

Hvað má fólk búast við að sjá á miðlunum?
Þegar ég spurðist fyrir hvað væri á döfinni hjá Dagbók Urriða að þá fékk ég þetta svar. “Ég ætla að gera litla veiðiþætti þar sem ég skoða hluti og svæði sem mig langar að vita meira um. Allskonar bland af ferðalögum, fluguveiði, sagnfræði og kennslu en það er of snemmt að gefa upp hvaða svæði það verða”.
Facebook: Dagbók Urriða

Snapchat: Dagbokurrida

Youtube: Dagbók Urriða

 

Raggidanner

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Raggi er flinkur hnýtari og duglegur að sýna frá flugunum sem hann hnýtir. Hann stefnir á að vera mikið á þingvöllum og jafnvel skella sér í laxveiði í sumar. Þegar líður að hausti verður stang og skotveiði í bland á instagraminu.

Instagram: Raggidanner

 

Iceland_flyfishing87

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Áherslan verður mikil á þjóðgarðinn á Þingvöllum og geldingartjörnina. Einnig er vatnasvæði Lýsu og Varmá á stefnuskránni. Markmiðið er síðan að prufa mikið að nýjum svæðum og skella sér meðal annars í túr norður og ekki ólíklegt að Iceland_flyfishing87 og Maddi Catch munu leiða saman hesta sína í sumar.

Instagram: Iceland_flyfishing87

 

Icelandic_troutbum

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðir mikið á Þingvallavatni og notast oft við Belly boat þegar hann veiðir. Önnur svæði sem hann reiknar með að veiða eru: Skagaheiði, Úlfljótsvatn, Brúará, Melrakkasléttu, Laxá, Brunná, Köldukvísl, Tungnaá og Tungufljót.

Instagram: Icelandic_troutbum

Blogg: icelandictroutbum.wordpress.com

 

Veididrengurinn

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðidrengurinn er ungur drengur sem er að byrja með veiðiefni á samfélagsmiðlum og hvet ég alla til að bæta honum á listan sinn. Þau svæði sem hann reiknar með að fara á eru: Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá, Ólafsfjarðará, Svartá í Skagafyrði, Ljósavatn, Efra og Neðra Hraun og líklega fleiri urriðasvæði í Laxá í Aðaldal.

Snapchat: veididrengurinn

Instagram: veididrengurinn

 

jakobsindri

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Mjög virkur veiðimaður og margt framundan hjá honum. Hann hefur einnig verið að gefa út efni á youtube og hvet ég alla til að skoða það. Þau svæði sem Jakob ætlar að stunda á tímabilinu eru: Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Elliðavatn, Hraunsfjörður, Baulárvallarvatn, Ljósavatn, Laxá í Mývatnsveit, Staðartorfa, Arnarvatnsá, Ytri Rangá (urriðasvæði), Þverá í Haukadal og Litlaá.

Instagram: jakobsindri

Youtube: Jakobsindri

 

Highlandtroutfishing

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Highlandtroutfishing er aðeins öðruvísi en aðrir sem eru að gera veiðitengt efni á samfélagsmiðlum. Hann er mikið upp á heiðum að kanna ný svæði og oft er hann að veiða svæði sem enginn er að veiða. Mjög áhugavert efni sem kemur frá honum. Þau svæði sem hann ætlar að stunda á tímabilinu eru: Hlíðarvatn, Þingvallavatn, Kaldakvísl, Tungnaá, Hólmá, Varmá, Arnavatnsheiði og Skagaheiði.

Instagram: Highlandtroutfishing

 

Ariflyfish

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Veiðimaður og Guide. Ari er virkur veiðimaður og oft að veiða á spennandi svæðum eins og Köldukvísl, Þingvallavatni, Varmaá, Litlaá, Laxá, Brúará, Holaá, Arnarvatnsheiði, Skagaheiði, Grímstunguheiði, Tungufljót, Eldvatn og Ytri Rangá (Urriðasvæði).

Instagram: Ariflyfish

 

Flyfishing_iceland

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Þessi drengur er að austan og sá eini þaðan í þessari upptalningu. Því er vert að bæta honum á samfélagsmiðlana til að fá fréttir af austurlandinu. Þau svæði sem hann reiknar með að stunda á tímabilinu eru: Brunná, Lónsá, Múlatorfa, Staðartorfa, Keldúá og Selfljót. Einnig verður veitt í vötnunum fyrir austan.

Instagram: flyfishing_iceland

 

Silli kokkur

Silli kokkur er virkur á samfélagsmiðlum  og sinnir Skot, stangveiði og eldamennska.

Instagram: sigvaldij

Snapchat: sillikokkur

Youtube: Silli Kokkur

 

Flugucastið

Podcast um veiði. Þegar þetta er skrifað eru komnir 34 þættir frá þeim félögum. Ég mæli eindregið með því að ef þú lesandi góður hefur ekki hlustað á þessa þætti að þá gerir þú það og getur ýtt á linkin hér fyrir neðan við soundcloud.

Instagram: flugucastid_

Soundcloud: Flugucastid

 

Veiðisnappið

Nýtt veiðisnapp sem er byggt á “take over” þá koma gestasnapparar og taka yfir snappið. Þar að leiðandi verður efnið inn á snappinu fjölbreytt og vonandi skemmtilegt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með veiðisnappið geta sent tölvupóst á veidisnappid@hotmail.com og óskað eftir dagsetningum eða haft samband við mig á facebook, instagram eða snapchat.

Snapchat: veidisnappid

 

Guide Mike

Hvaða svæði á að veiða í sumar?

Hólaá, Þingvellir, Úlfljotsvatn, Eyrarvatn, Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn, Hraunsfjörður, Bauluvallavatn, Arnarvatnsheiði norðan og sunnan ásamt Skagaheiði.

Snapchat: mikki55

Ég vil koma á framfæri að þetta er í raun bara örkynning á þeim sem eru að gera veiðitengt. Það var sameiginlegt með öllum viðmælendum að sumarið var enn í mótun og því eiga fleiri svæði eftir að bætast við þennan lista sem var gefin út núna.

Nú styttist heldur betur í tímabilið. Ég vona að allir eigi gott veiðitímabil og fari varlega á meðan þetta ástand gengur yfir með þennan blessaða vírus. Ég held að við ættum öll að taka þetta alvarlega og vera skynsöm.

Takk fyrir mig.

 

Leave a comment