Veiði veiði veiði!

Það er ýmislegt búið að vera gerast undanfarna daga. Ég er mikið búinn að vera á árbakkanum undanfarið og hefur það verið æðislegt. Ég hef einnig verið að vinna í markaðsstarfi fyrir nafnið “maddicatch” og eru spennandi hlutir að gerast og er vonandi hægt að tilkynna það á næstu dögum.

Its been a busy last few days. I have been a lot on the riverbank fishing and it has been great but often difficult conditions. I have also been working on marketing the name “maddicatch” and will giving you some sneak peak into that in next few days.

En af veiði. Ég fór í veiðiferð sem hóst á Hrauni þann 18.júlí, fengum ágætis veiði á morgunvaktinni og tókum nokkra fiska á þurrflugur en á seinni vaktinni byrjaði Kári að blása all hressilega þannig valla var stætt og öldugangur var á Laxánni. Það stoppaði mann ekki í því að fara og veiði en Írskur veiðifélagi minn datt ekki í hug að fara út úr bílnum einu sinni. Hann sagði reyndar að ég væri eitthvað ruglaður að ætla fara út að veiða í þessu veðri. Það var frekar svekkjandi að fá ekki betri aðstæður til veiða á Hrauni en þetta því svæðið er eitt af mínum uppáhalds. 

I have been fishing from the 18th of july – 23rd of july. It was a great trip and im gona write little bit about it and show you some pictures. We started on the 18th of july and our beat was lower Hraun. We had great conditions and were able to hook few brown trouts on dry fly and that was exactly what we had hoped for. On the afternoon shift, the wind started blowing like crazy. I went out to fish but my friend from Ireland who was fishing with me said that i was crazy fishing in those conditions. I manage to hook and land 2 brown trouts in that “STORM” so it was all worth it.

Picture from the morning shift at Hraun.

Þann 19.júlí veiddum við svæði 1 og 2 í eyjafjarðará. Það var æðislegt veður um morguninn. Blánkalogn og fiskur í uppítöku. Við settum í nokkra fiska á þurrfluguna á meðan aðstæður leyfðu en svona um 10:30 fór að blása og var þurrflugu tíminn búinn. Fengum fiska við Kristnes og á Stokkahlöðum. Félagi minn missti eina risa bleikju! við sáum hana nokkrum sinnum en alltaf tóku hún rokur aftur út þegar hún nálgaðist land. Við viljum vera hóværir í að giska þannig við segjum að hún hafi verið um 60 cm en líklega var hún stærri. Eftir nokkrar rokur taldi Írski félagi minn að hann gæti landað henni. Svo var ekki. Bleikjan tók enn eina rokuna og snéri sér svo við og tók fulla ferð til baka. Írinn hafði aldrei séð aðra eins hegðun og náði ekki að halda línunni strektri og allt datt niður í slaka. Þegar Írinn náði loksins að taka upp línuna var bleikjan á bak og burt. Á seinni vaktinni fórum við á svæði 2. Það var erfiður seinnipartur því það hafði verið yfir 20 stig allan daginn og allar hliðar ár farnar að lita ánna töluvert. Við náðum þó 2 urriðum og vorum bara sáttir með það miðað við aðstæður.

On the 19th we fished beat 1 and 2 on my local river. The beginning of the morning was perfect. No wind and fish rising. We parked the car and thought “now its dry fly time”. As we got dressed in our waders we could see fish rising fairly constantly. I told my friend that he should get that fish. After a few cast he got a perfect drift and bang! We were able to see that char and it was BIG! We try to be modest when guessing sizes of a fish so we say that fish was around 60 cm but probably he was bigger.  After many runs and hard fight the Artic char had beaten the fisherman. We were able to land few fish that morning on the dry fly so we were happy about that. On the afternoon shift the river went brown. It had been over 20 degrees all day so it was very difficult we still manage to land 2 nice brown trouts that afternoon.

20170719_12403620170719_12142020170719_20344120170719_212817 Picture from Eyjafjarðará on the 19th.

 Við veiddum á presthvammi þann 20.júlí og morgunvakt 21 júlí. Við vorum óheppnir með veður í þeim skilningi að okkur langaði allra mest að veiða á þurrflugu en aðstæður fyrir það voru ekki oft til staðar. Svæðið getur verið æðislegt snemma á morgnana og seint á kvöldin en það var nánast alltaf einhver gjóla. Við náðum samt að landa slatta af fiski á þurrflugu og rest tókum við á streamera og púpur. Félagi minn frá Írlandi sagði þessa urriða sem við vorum að veiða þarna vera bestu baráttu fiskar sem hann hefur veitt og ég tek undir það. Laxár urriðinn er engum líkur.

We fished the whole day on the 20th and the morning shift of the 21st on Presthvammur beat in Laxá in Aðaldalur. That beat can be amazing for dry fly early in the morning and late in the evening when there is often no wind. We were rather unlucky as we did not get those condition often. We manage to get some very nice fish on dry fly but other fish were on streamers and nymphs. My friend from Ireland told me that these trouts were the very best fighting fish he had cought and he has fished all over the world. I agree with him on that 100%.

20170720_19452220170720_19523320170720_09043220170720_09044220170720_161722

Few pictures from our time at Presthvammur in Laxá in Aðaldalur.

Við fórum síðan austur í Lónsá seinni hluta 21. júlí, veiddum allan 22.júlí og fyrri hluta 23. júlí. Það hafði verið mikil tilhlökkun að fara þangað. Fyrsta og líklega eina ferðin í sumar. Aðstæður þar voru mjög erfiðar. Mikill hiti búinn að vera og lítið um rigningu þannig áin var mjög vatnslítil á köflum. Það eru þó staðir sem halda fiski í svona ástandi og þar kom það sér vel að þekkja ánna vel. Það sem bjargaði miklu fyrir okkur var að töluvert af litlum sjóbirting var að ganga í ánna og var því oft mikið líf á ósasvæðinu. Við náðum að setja í nokkra fiska á þurrflugu sem var æðislegt og svo tók sjóbirtingurinn mjög grimmt marfló flugur sem við vorum með. Hápunktur ferðarinnar fyrir mig var síðan þegar við komum að veiðistað þar sem mikið var um uppítöku en á hinum bakkanum. Köstin í þessa fiska urðu að vera löng eða um 25-30 metrar. Ég kastaði alveg yfir á hinn bakkan og fékk fisk til að taka fluguna, en þar sem kastið var svo langt að þá er tíminn frá því maður reysir stöngina og að flugan kippist til mjög langur því það er svo löng lína úti. Ég var gríðarlega svekktur þegar ég sá að ég hafði misst af þessum fiski og sagði í félaga minn að líklega gæti ég ekki sett í fisk af þessu færi vegna viðbragðstíma frá mér og þangað til að það kemst í fluguna. Hann sagði mér að kasta aftur sem ég og gerði. Aftur kom fiskur upp í svartan klinkhammer nr 14. Nú hafði flugan fest sig í fiskinum og nú tók fiskurinn roku. Ég hélt á línunni í vinstir hendi en rokan var svo rosaleg hjá fisknum að línan brenndi á mér hendina og skar sig niður í skinnið. Eftir mikla baráttu var þessum fallega 58cm Urriða landað. Ég hef veitt mikið stærri fiska en þetta mun alltaf vera einn eftirminnilegasti fiskurinn sem ég hef landað. Allt í kringum þennan fisk gerir hann ógleymanlegan. Að ná þessu langa kasti, ná að bregða við í tíma og landa þessum fisk á agnhaldslausum krók gerir þetta að minningu sem ég mun alltaf varðveita. Lónsá er æðisleg á þótt aðstæður væru erfiðar. Ég fékk mikið af fyrirspurnum um ánna því hún vakti athygli á snapchattinu mínu og instagram. Ég bið þá sem ætla sér að fara þarna að ganga um hana að virðingu og gæta hófs. Það er ekki erfitt að stúta svona lítilli og viðkvæmari á eins og þessari með að fara þarna og ætla drepa allt. 

Veiðifélagi minn toppaði síðan allt með að ná að landa 62cm urriða á seinasta deginum. Eftir að fiskurinn var kominn í háfinn lagðist hann á hnén og þakkaði guði fyrir að vera sér svona góður (ekki þakkaði hann mér fyrir að aðstoða hann, hehe). Þarna var frábær ferð á enda og klárt mál að maður mun heimsækja öll þessi svæði aftur. Hvort það verður aftur á þessu ári verður bara að koma í ljós.

On the afternoon of the 21st of july we went over to Lónsá and fished there in the afternoon. We fished there also on the 22nd and morning shift on the 23rd. The conditions were difficult. It has been hot last few days and no rain so the water level of the river was pretty low. We manage to find deep pools though were we found fish. It also helped that sea-trout were coming in so there were fresh fish on the lower part of the river. We manage to get few fishes on dry fly. The most memorable fish for me has to be the fish i got on a dry fly with a 25-30 meter cast. I do not usually cast that far when fishing for dry fly but i had to. There were rising fish on the far bank and no way to cross over. I took my chances and made a long cast. A fish came up and took the black klinkhammer. I reacted but he didn´t hook. I told my friend i probably had no chance of catching that fish as there was to much distance between us. The time it takes for me to react and that to carry through all this line and into the fly were just to much. My friend told me to cast again so i did. A fish game to my fly again and took it. This time i manage to hook it. I didn´t believe it. I soon did as the fish took a huge run. I was holding the line in my left hand and suddenly i could feel the line burning and cutting through my skin on my fingers. Thats how hard he run out with the line! After an epic fight, i was able to land this fish. Everything about him was amazing and i will remember this fish for the rest of my life. My friend ended the trip with a bang when he landed a 62 cm brown trout. That was monster brown trout. We had good times in Lónsá. Hooked many small sea-trouts and few good Artic-char and brown trouts. Now a great trip has come to an end.

20170722_08534820170722_10550720170722_16252920170723_11061720170723_110930IMG_20170722_164151_420IMG_20170724_122658_219IMG_20170724_222125_650

Few pictures from Lónsá

 

Vil svo minna alla á að ég held úti mjög virkri snapchat rás og er einnig virkur á instagram. Endilega addið mér ef þið hafið áhuga. snapchatið mitt og instagram er: Icemaddicatch

I just want to remind everyone that i have a active snapchat and instagram channel. I would love if you who read this could take the time and add me on both instagram and snapchat. My channels are called: Icemaddicatch
Thank you.

Þakkir til styrktaraðila:

This slideshow requires JavaScript.

Leave a comment