Hvað er að gerast/what is happening in the rivers.

Það hefur verið nóg að gera hjá veiðimönnum undanfarið og góð veiði í urriða og Laxveiði. Laxinn hefur mætt snemma í árnar og stórir fiskar að veiðast.

Góð veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal og flottir urriðar að veiðast. Mikið líf hefur verið á Presthvammi og Hrauni síðan svæðin opnuðu. It has been very nice trout fishing in Aðaldalur.  Beat Presthvammur and Hraun have been giving a lot of big trouts.

Undirritaður fór að veiða á Efra-Hrauni í gær og var mikið líf. Landaði ég 4 urriðum, missti heilling og 3 bolta urriðar slitu tauminn. Það er alveg ævintýralegt  hvað Aðaldals urriðinn er sterkur.

Klömbrur er svæðið milli Presthvamms og Hrauns. Það er lítið stundað og nokkuð erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til þar.

Undirritaður fór um daginn og kíkti á svæðið og náði í þennan flotta urriða sem mældist 53 cm. Nice 53 cmtrout from beat Klömbur.

20170617_105402

 

Í gær luku veiðimenn veiðum í Mýrarkvísl, Geitafellsá og Presthvammi.

Þeir sögðu Presthvamm hafa alltaf staðið fyrir sínu, Mýrarkvíslinn hefði verið skemmtileg hvað varðar þurrfluguveiði og Lax sést í Löngulygnu. Geitafellsáin hefði svo komið á óvart þar sem það fer ekki mikið fyrir henni.

geitafellsá

Falleg mynd af veiðimanni að berjast við fisk úr Geitafellsá. Fiskinn fékk hann á þurrflugu. Beautiful picture from Geitafellsá. This fisherman landed a nice trout on a dry fly. 

 

Við heyrðum einnig af veiðimönnum sem fóru að veiða í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Þeir voru að veiða þar í fyrsta skipti og sögðu svæðið hafa marga fallega staði. Hér er veiðimaður með urriða sem þeir fengu á breiðunni við Úlfsbæ. Trout took a nymph kalled “krókurinn” in Skjálfandafljót in Bárðardalur.

manni (2)

 

Mikið líf var í Lónsá um mánaðarmótin en lítið hefur verið farið í ánna eftir það. Mikið líf var í ósnum og staðbundin bleikja búin að dreyfa sér um ánna. Við fengum þessar fallegu myndir sendar úr Lónsá. Lónsá river on the north east coast of Iceland has been giving very nice fish. Both char and sea-trouts have been landed like on these pictures.

 

Svarfaðardalsá er á sem geymir meira og stærri urriða en margan grunar. Ég fékk leyfi til að birta mynd sem veiðimaður á og hafði verið við veiðar á svæði 1. Svarfaðardalsá beat 1 keeps more and bigger trouts than most people know of. And the permits are very reasonable price.

svarf

 

Miðfjarðará hefur verið að gefa flotta laxa. Við fengum leyfi frá didda til að birta mynd sem hann sendi okkur á snapchat á: icemaddicatch.
Það gerist yfirleitt eitthvað þegar didda er rétt stöngin og það var ekkert öðruvísi núna. Frábær lax sem diddi landaði. Hann var mældur 92cm og tók Hitch á Grundarásbreiðu.

This beautiful salmon was landed by diddi guide in Miðfjarðará. It took the Hitch on pool called Grundarásbreiða and was measured 92 cm.

diddi

Ef þú hefur skemmtilegar veiðimyndir endilega hafið samband og sendið á okkur.

Minnum einnig á snapchatið: icemaddicatch

Leave a comment