Presthvammur 31.maí 2017 VOL 2 með vöðluskó í þetta sinn.

Ég fór margsinnis yfir veiðidótið mitt kvöldið áður en ég átti að fara veiða í Presthvammi þann 31. maí. Eins og einhverjir lásu hafði ég farið nokkrum dögum áður og þá gleymt vöðluskónum mínum.

Í þetta sinn tæki ég allt mitt dót með.  Veiðifélagi minn sótti mig 7:30 og vorum við komnir á svæðið um 8:15. Bílferðarnar eru oft mjög skemmtilegar þegar maður er að keyra í veiði og spjölluðum við t.d. mikið um hvernig veiði sumarsins yrði og hvar við ættum að veiða saman í sumar. Þegar við lögðum af stað úr bænum var léttur andvari og lítilsháttar rigning. Veðrið versnaði hinsvegar með hverjum kílómetranum sem við keyrðum og á tímabili var orðinn strekkings vindur og rúðuþurkurnar á mesta hraða. Ég hafði fylgst með veðurfréttunum og akkúrat þennan dag átti að vera þokkalegt veður eða um 12 stiga hiti og léttskýjað. Ég reyndi að hugsa jákvætt. Að þetta væri bara svona á leiðinni en svo þegar við myndum renna á svæðið að þá myndi stytta upp og heiður himinn taka á móti okkur. Það voru því töluverð vonbryggði þegar við komum á staðinn og það hafði bara bætt í vind og rigninguna. Við tókum allt dótið úr bílnum og bárum það inn í höllina “the palace” eins og við köllum skúrinn í presthvammi því ekki var boðlegt að klæða sig úti. Setningar eins og “þetta hlýtur að fara lagast”, “hann spáði nú góðu veðri í dag” hljómuðu á meðan við klæddum okkur. Ég fór svo langt í huganum að ég óskaði þess að veiðifélaginn kæmi með þá hugmynd að við myndum bara leggja okkur í höllinni á meðan veðrið væri svona. Aldrei kom sú hugmynd fram og ég hélt áfram að klæða mig með miklum trega. Mér leyst svo illa á veðrið að ég klæddi mig í öll þau föt og jakka sem ég hafði meðferðis. Ég fór meðal annars í 2 jakka og var þar að leiðandi farinn að líta út eins og micheline maðurinn.

Myndaniðurstaða fyrir micheline man

 

Þegar við höfðum báðir græjað okkur sátum við í smá stund inni og röbbuðum saman. Við vorum ekkert að stressa okkur út. Klukkan var því orðin rúmlega 9 þegar við loksins ákváðum að hendast í þetta krefjandi verkefni. Við löbbuðum niður eftir á Ferjubreiðu efri. Ég var staðráðinn í að vaða breiðuna út um allt þar sem ég væri nú með vöðluskóna meðferðis. Við veltum fyrir okkur hvernig við skyldum veiða þetta því áin var köld og veður vont. Ákváðum við að ég færi niður breiðuna með streamer og Makkerinn færi upp breiðuna og myndi veiða líka strenginn sem fer framhjá kollinum andstreymis.

Ég byrjaði með Rektor undir og fékk fljótlega granna töku en enginn fiskur var á. Eftir nokkur köst kemur annar fiskur á eftir flugunni þannig það kemur skvetta rétt fyrir aftan fluguna en enginn var fiskurinn fastur á flugunni. Eftir þetta kom þó nokkur tími þar sem ekkert gerðist. Ég prófaði nokkar nýjar flugur sem ég hafði hnýtt og aldrei prófað áður.

Myndaniðurstaða fyrir fluga rektor

 

Eftir að hafa ekki orðið var við fisk í dágóða stund, ákvað ég að það væri bara ein fluga sem gæti komið öllu af stað. Þá flugu þekkja flestir en það var Black Ghost sem varð fyrir valinu.

Myndaniðurstaða fyrir black ghost fly rabbit zonker

Eftir nokkur köst var fyrsta takan komin en var hún mjög léleg og enginn fiskur á. Skömmu seinna var fiskur kominn á og óhætt að segja að maður gleymdi kuldanum á meðan viðureignin átti sér stað. 20170531_164251

OHHHH hvað ég man tilfinninguna þegar ég sleppti þessum fallega 51 cm urriða og sá hann synda í burtu. Kuldinn og allar neikvæðar hugsanir þurkuðust út og ég man hversu sáttur ég var að hafa komið og haft mig í að veiða þrátt fyrir veðrið. Í því sem ég var að landa fiskinum kom félagi minn til mín og smellti af myndum. Hann hafði sjálfur ekki orðið var og ákváðum við því að veiða okkur báðir niður breiðuna og fara þetta niður í sameiningu.

Við óðum út á breiðuna og byrjuðum að kasta, það þurfti ekki að bíða lengi eftir að næsta fisk. Við vorum greinilega búnir að finna fiskinn og nú varð gaman. Við veiddum okkur aðeins niður á Ferjubreiðu neðri og fórum svo í land því það var aðeins farið að hægjast um og engar tökur búnar að vera í nokkurn tíma. Þetta rennsli niður breiðuna gaf 14 fiska frá 46cm – 56cm. Við vorum eiginlega búnir að ákveða að hætta þegar við kæmum í land en þegar við vorum að labba uppeftir og komum að staðnum þar sem við fengum hvað mest var eins og við hefðum lesið hugsanir hvors annars. Við stöldruðum við litum á hvorn annan og óðum út í ánna.

20170531_164151

Það var sama stuðið og þegar við fórum þarna yfir í fyrra skiptið og fengum við fisk á sama tíma. Það kom fyrir tvisvar sinnum í ferðinni að við vorum báðir með fisk á sama tíma. Hversu geggjað er það? Það segir manni bara að það var fullt af fiski þarna. Félagi minn endaði svo á því að setja í 60cm fallegan fisk. Ég er að segja ykkur það enn og aftur að fiskurinn þarna er engu líkur. Hann reif svoleiðis út á hjólinu og var kominn vel niður á undirlínu þegar það var eitthvað hægt að ná stjórn á honum. Því miður er ekki til fiskur af þeim fisk enda vorum við ekki að rífa símann of mikið upp enda mikil rigning og mikill vindur.

Við hættum veiðum rétt fyrir 13:00 og höfðum þá veitt í tæpa 4 tíma og höfðum þá landað 17 flottum urriðum, misst töluvert og fengið fullt af grönnum tökum. Þegar við vorum hættir og löbbuðum að bílnum  stytti upp og maður sá glitta í sólina. Ég gat ekki annað en hlegið og sagt við félagan “mikið verða þeir heppnir sem eiga seinnipartinn”. En þá kom félaginn með góðan punkt og sagði “Þetta verður samt ekki mikið betra en þetta þó svo við séum blautir og kaldir”. Það var svo sannarlega rétt hjá honum og þó ég væri blautur eftir að það hafði rignt inn um hálsmálið og ermarnar hjá manni og maður orðinn vel kaldur. Að þá gat ég ekki verið sáttari þegar við settumst upp í bílinn og keyrðum af stað heim.

Ég gerði mitt besta til að snappa=snapchat sem mest úr ferðinni og vona ég að þið hafið haft gaman af. Ég fékk allavega mikið af jákvæðum skilaboðum og það þótti mér virkilega gaman. Það var þó galli við að taka upp á snapchat. Ég missti tvo fiska bara við það að vera reyna taka upp á meðan ég var með fisk á stönginni. Það vonandi mun ganga betur næst en Síminn styrkti mig um snapchat gleraugu þannig næst get ég notað báðar hendur og tekið upp í leiðinni.

Þeir sem ekki eru með mig á snapchat að þið megið endilega bæta mér sem vin en notenda nafn mitt er icemaddicatch

Það hjálpar mér mikið og hvetur mig til dáða að halda áfram og gera meira þegar maður fær að heyra frá ykkur.

Til að panta leyfi í Presthvamm ýtið hér: kaupaleyfi.is

Leave a comment