Mikið líf á Presthvammi

Í gær fór ég vongóður um að fara í einhverja veiði í dag. Þegar ég vaknaði hinsvegar í morgun varð hinsvegar ekki neitt úr neinu og dagurinn leið. Ég ákvað um 3 leitið að skella mér austur í bústaðinn því gamla settið var að fara þangað. Bústaðurinn hjá gamla settinu er í landi Þverár og erum við einungis 100-200 metrum frá bökkum Mýrarkvísl. Þar er ávallt gott að vera og því ákvað ég að skella mér og fara svo bara aftur heim í kvöld. Ég ákvað nú samt að taka stöngina og græjurnar með ef maður skyldi fara í smá veiði því ekki er langt að fara í Langavatn eða Vestmannsvatn og hægt að fara með skömmum fyrirvara.

Það var sæmilegt veður þegar við komum austur í bústað. Sólinn var til staðar en fór einstaka sinnum á bakvið ský. Einnig var léttur en kaldur norðan andvari. Um 18:00 var komin stilla og meira sólskin en fyrr um daginn. Ég gat því ekki annað en farið að veiða. Gömlu voru svo góð að passa Ísabellu þannig ég skaust af stað og ákvað að fara á Presthvamm þó ég gæti aðeins verið stutta stund.

Ég varð alveg hrikalega spenntur á meðan ég var að keyra þangað. Ég sá þetta alveg fyrir mér hvernig ég ætlaði að vaða út í ánna neðst á svæðinu og veiða á þurrflugu því aðstæður voru fullkomnar fyrir þurrfluguveiði.

Ég byrjaði að græja mig alveg að deyja úr spenningi. Ég varð hinsvegar fyrir gríðarlegu áfalli þegar ég uppgötvaði að ég hefði gleymt vöðluskónum mínum á Akureyri.

Snapchat-1168928348

 

Líklega er þetta í fjórða skiptið af seinustu fimm skiptum sem ég hef farið að veiða sem ég gleymi einhverju mjög mikilvægu. Ég meina það! Ég verð að láta kanna heilan í mér áður en veiðitímabilið hefst fyrir alvöru. Það er ekki hægt að vera svona.

Nú voru góð ráð dýr. Mér datt í hug að fara bara í vöðlurnar og skóna mína yfir en það gekk ekki. Það var eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar ég áttaði mig á því að ég væri ekki að fara vaða út um alla Ferjubreiðu með þurrflugu.

Ég varð að veiða af bakkanum og ég gat ekki gert það niðurfrá.

Ég fór því uppeftir á efsta svæðið og veiddi af bakkanum.

Í fyrsta kasti fékk ég snaggaralegt högg og í öðru kasti líka. Þarna var ég farinn að halda að heilinn minn væri eitthvað bilaður þannig að viðbragðið mitt væri eitthvað mjög seint og ég væri hreinlega að missa af þessum fiskum með því að bregða ekki strax við.

Í þriðja kasti var hann á og landaði ég 43 cm fallegum urriða. Það sem Laxár urriðinn er sterkur. Hann barðist eins og ljón og lét stöngina virkilega finna fyrir því. Ég var eiginlega alveg undrandi að hann væri ekki stærri en þetta.

Snapchat-1967235253

Þarna var ég bara orðinn sáttur með þá ákvörðun að hafa drifið mig af stað og farið á Presthvamm. Ég settist aðeins niður og lét sólina baða mig, hlustaði á ánna og fuglasönginn áður en ég kastaði aftur.  Ég fékk töku í fyrsta kasti en enginn á, töku í öðru kasti og aftur var ekkert á áður en ég náði að bregða við. En rétt eins og áður var fiskur á í þriðja kasti. Sá var aðeins minni eða 39 cm en gaf samt skemmtilega viðureign.

Snapchat-838361802

Ég var þarna í sirka einn og hálfan tíma á veiðum og landaði sex fiskum, missti tvo og fékk ógrinni af tökum. Það var þvílíkt líf þarna uppfrá. Ég held samt að fiskurinn þarna uppfrá sé yfir höfuð minni en neðar á svæðinu. Allavega var ég aldrei að fá fiska undir 40cm niður á ferjubreiðu, við kollin og steinana í fyrra. Þá var algeng stærð 50+ cm.

Presthvammur er eitt af mínum allra uppáhalds urriðaveiðisvæðum. Ég átti marga frábæra daga þarna í fyrra og miðað við það sem ég hef heyrt frá þeim sem hafa veitt þarna síðan það opnaði að  þá kemur fiskurinn einstaklega vel haldinn undan vetri. Ég held að það þýði að það verður veisla í sumar á þessu svæði.

Var að garfa í myndum frá því í fyrra og fann þessar af Presthvamms svæðinu. Þessir fiskar voru teknir á þurrflugu niður á Ferjubreiðu.

20160728_16133620160722_13143520160722_13142220160722_122230

 

20160728_12311020160728_184949

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara veiða á Presthvamm næstu daga að þeir geta græjað veiðileyfi á Kaupaleyfi.is eða veiditorg.is

Þeim sem langar til að fylgjast með mér á snappinu í sumar geta addað mér hér:

Snapchat-369797193[1]

Ég verð á ferð og flugi í sumar og mun snappa veiðiferðirnar og kynna veiðisvæði ásamt því að vera með veiðistaðarlýsingu.

This is my snapchat. I will be active on this when fishing so feel free to add me if you would like to see some fishing in Iceland.

Leave a comment