Veiði veiði veiði!

Það er ýmislegt búið að vera gerast undanfarna daga. Ég er mikið búinn að vera á árbakkanum undanfarið og hefur það verið æðislegt. Ég hef einnig verið að vinna í markaðsstarfi fyrir nafnið “maddicatch” og eru spennandi hlutir að gerast og er vonandi hægt að tilkynna það á næstu dögum.

Its been a busy last few days. I have been a lot on the riverbank fishing and it has been great but often difficult conditions. I have also been working on marketing the name “maddicatch” and will giving you some sneak peak into that in next few days.

En af veiði. Ég fór í veiðiferð sem hóst á Hrauni þann 18.júlí, fengum ágætis veiði á morgunvaktinni og tókum nokkra fiska á þurrflugur en á seinni vaktinni byrjaði Kári að blása all hressilega þannig valla var stætt og öldugangur var á Laxánni. Það stoppaði mann ekki í því að fara og veiði en Írskur veiðifélagi minn datt ekki í hug að fara út úr bílnum einu sinni. Hann sagði reyndar að ég væri eitthvað ruglaður að ætla fara út að veiða í þessu veðri. Það var frekar svekkjandi að fá ekki betri aðstæður til veiða á Hrauni en þetta því svæðið er eitt af mínum uppáhalds. 

I have been fishing from the 18th of july – 23rd of july. It was a great trip and im gona write little bit about it and show you some pictures. We started on the 18th of july and our beat was lower Hraun. We had great conditions and were able to hook few brown trouts on dry fly and that was exactly what we had hoped for. On the afternoon shift, the wind started blowing like crazy. I went out to fish but my friend from Ireland who was fishing with me said that i was crazy fishing in those conditions. I manage to hook and land 2 brown trouts in that “STORM” so it was all worth it.

Picture from the morning shift at Hraun.

Þann 19.júlí veiddum við svæði 1 og 2 í eyjafjarðará. Það var æðislegt veður um morguninn. Blánkalogn og fiskur í uppítöku. Við settum í nokkra fiska á þurrfluguna á meðan aðstæður leyfðu en svona um 10:30 fór að blása og var þurrflugu tíminn búinn. Fengum fiska við Kristnes og á Stokkahlöðum. Félagi minn missti eina risa bleikju! við sáum hana nokkrum sinnum en alltaf tóku hún rokur aftur út þegar hún nálgaðist land. Við viljum vera hóværir í að giska þannig við segjum að hún hafi verið um 60 cm en líklega var hún stærri. Eftir nokkrar rokur taldi Írski félagi minn að hann gæti landað henni. Svo var ekki. Bleikjan tók enn eina rokuna og snéri sér svo við og tók fulla ferð til baka. Írinn hafði aldrei séð aðra eins hegðun og náði ekki að halda línunni strektri og allt datt niður í slaka. Þegar Írinn náði loksins að taka upp línuna var bleikjan á bak og burt. Á seinni vaktinni fórum við á svæði 2. Það var erfiður seinnipartur því það hafði verið yfir 20 stig allan daginn og allar hliðar ár farnar að lita ánna töluvert. Við náðum þó 2 urriðum og vorum bara sáttir með það miðað við aðstæður.

On the 19th we fished beat 1 and 2 on my local river. The beginning of the morning was perfect. No wind and fish rising. We parked the car and thought “now its dry fly time”. As we got dressed in our waders we could see fish rising fairly constantly. I told my friend that he should get that fish. After a few cast he got a perfect drift and bang! We were able to see that char and it was BIG! We try to be modest when guessing sizes of a fish so we say that fish was around 60 cm but probably he was bigger.  After many runs and hard fight the Artic char had beaten the fisherman. We were able to land few fish that morning on the dry fly so we were happy about that. On the afternoon shift the river went brown. It had been over 20 degrees all day so it was very difficult we still manage to land 2 nice brown trouts that afternoon.

20170719_12403620170719_12142020170719_20344120170719_212817 Picture from Eyjafjarðará on the 19th.

 Við veiddum á presthvammi þann 20.júlí og morgunvakt 21 júlí. Við vorum óheppnir með veður í þeim skilningi að okkur langaði allra mest að veiða á þurrflugu en aðstæður fyrir það voru ekki oft til staðar. Svæðið getur verið æðislegt snemma á morgnana og seint á kvöldin en það var nánast alltaf einhver gjóla. Við náðum samt að landa slatta af fiski á þurrflugu og rest tókum við á streamera og púpur. Félagi minn frá Írlandi sagði þessa urriða sem við vorum að veiða þarna vera bestu baráttu fiskar sem hann hefur veitt og ég tek undir það. Laxár urriðinn er engum líkur.

We fished the whole day on the 20th and the morning shift of the 21st on Presthvammur beat in Laxá in Aðaldalur. That beat can be amazing for dry fly early in the morning and late in the evening when there is often no wind. We were rather unlucky as we did not get those condition often. We manage to get some very nice fish on dry fly but other fish were on streamers and nymphs. My friend from Ireland told me that these trouts were the very best fighting fish he had cought and he has fished all over the world. I agree with him on that 100%.

20170720_19452220170720_19523320170720_09043220170720_09044220170720_161722

Few pictures from our time at Presthvammur in Laxá in Aðaldalur.

Við fórum síðan austur í Lónsá seinni hluta 21. júlí, veiddum allan 22.júlí og fyrri hluta 23. júlí. Það hafði verið mikil tilhlökkun að fara þangað. Fyrsta og líklega eina ferðin í sumar. Aðstæður þar voru mjög erfiðar. Mikill hiti búinn að vera og lítið um rigningu þannig áin var mjög vatnslítil á köflum. Það eru þó staðir sem halda fiski í svona ástandi og þar kom það sér vel að þekkja ánna vel. Það sem bjargaði miklu fyrir okkur var að töluvert af litlum sjóbirting var að ganga í ánna og var því oft mikið líf á ósasvæðinu. Við náðum að setja í nokkra fiska á þurrflugu sem var æðislegt og svo tók sjóbirtingurinn mjög grimmt marfló flugur sem við vorum með. Hápunktur ferðarinnar fyrir mig var síðan þegar við komum að veiðistað þar sem mikið var um uppítöku en á hinum bakkanum. Köstin í þessa fiska urðu að vera löng eða um 25-30 metrar. Ég kastaði alveg yfir á hinn bakkan og fékk fisk til að taka fluguna, en þar sem kastið var svo langt að þá er tíminn frá því maður reysir stöngina og að flugan kippist til mjög langur því það er svo löng lína úti. Ég var gríðarlega svekktur þegar ég sá að ég hafði misst af þessum fiski og sagði í félaga minn að líklega gæti ég ekki sett í fisk af þessu færi vegna viðbragðstíma frá mér og þangað til að það kemst í fluguna. Hann sagði mér að kasta aftur sem ég og gerði. Aftur kom fiskur upp í svartan klinkhammer nr 14. Nú hafði flugan fest sig í fiskinum og nú tók fiskurinn roku. Ég hélt á línunni í vinstir hendi en rokan var svo rosaleg hjá fisknum að línan brenndi á mér hendina og skar sig niður í skinnið. Eftir mikla baráttu var þessum fallega 58cm Urriða landað. Ég hef veitt mikið stærri fiska en þetta mun alltaf vera einn eftirminnilegasti fiskurinn sem ég hef landað. Allt í kringum þennan fisk gerir hann ógleymanlegan. Að ná þessu langa kasti, ná að bregða við í tíma og landa þessum fisk á agnhaldslausum krók gerir þetta að minningu sem ég mun alltaf varðveita. Lónsá er æðisleg á þótt aðstæður væru erfiðar. Ég fékk mikið af fyrirspurnum um ánna því hún vakti athygli á snapchattinu mínu og instagram. Ég bið þá sem ætla sér að fara þarna að ganga um hana að virðingu og gæta hófs. Það er ekki erfitt að stúta svona lítilli og viðkvæmari á eins og þessari með að fara þarna og ætla drepa allt. 

Veiðifélagi minn toppaði síðan allt með að ná að landa 62cm urriða á seinasta deginum. Eftir að fiskurinn var kominn í háfinn lagðist hann á hnén og þakkaði guði fyrir að vera sér svona góður (ekki þakkaði hann mér fyrir að aðstoða hann, hehe). Þarna var frábær ferð á enda og klárt mál að maður mun heimsækja öll þessi svæði aftur. Hvort það verður aftur á þessu ári verður bara að koma í ljós.

On the afternoon of the 21st of july we went over to Lónsá and fished there in the afternoon. We fished there also on the 22nd and morning shift on the 23rd. The conditions were difficult. It has been hot last few days and no rain so the water level of the river was pretty low. We manage to find deep pools though were we found fish. It also helped that sea-trout were coming in so there were fresh fish on the lower part of the river. We manage to get few fishes on dry fly. The most memorable fish for me has to be the fish i got on a dry fly with a 25-30 meter cast. I do not usually cast that far when fishing for dry fly but i had to. There were rising fish on the far bank and no way to cross over. I took my chances and made a long cast. A fish came up and took the black klinkhammer. I reacted but he didn´t hook. I told my friend i probably had no chance of catching that fish as there was to much distance between us. The time it takes for me to react and that to carry through all this line and into the fly were just to much. My friend told me to cast again so i did. A fish game to my fly again and took it. This time i manage to hook it. I didn´t believe it. I soon did as the fish took a huge run. I was holding the line in my left hand and suddenly i could feel the line burning and cutting through my skin on my fingers. Thats how hard he run out with the line! After an epic fight, i was able to land this fish. Everything about him was amazing and i will remember this fish for the rest of my life. My friend ended the trip with a bang when he landed a 62 cm brown trout. That was monster brown trout. We had good times in Lónsá. Hooked many small sea-trouts and few good Artic-char and brown trouts. Now a great trip has come to an end.

20170722_08534820170722_10550720170722_16252920170723_11061720170723_110930IMG_20170722_164151_420IMG_20170724_122658_219IMG_20170724_222125_650

Few pictures from Lónsá

 

Vil svo minna alla á að ég held úti mjög virkri snapchat rás og er einnig virkur á instagram. Endilega addið mér ef þið hafið áhuga. snapchatið mitt og instagram er: Icemaddicatch

I just want to remind everyone that i have a active snapchat and instagram channel. I would love if you who read this could take the time and add me on both instagram and snapchat. My channels are called: Icemaddicatch
Thank you.

Þakkir til styrktaraðila:

This slideshow requires JavaScript.

Hvað er að gerast/what is happening in the rivers.

Það hefur verið nóg að gera hjá veiðimönnum undanfarið og góð veiði í urriða og Laxveiði. Laxinn hefur mætt snemma í árnar og stórir fiskar að veiðast.

Góð veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal og flottir urriðar að veiðast. Mikið líf hefur verið á Presthvammi og Hrauni síðan svæðin opnuðu. It has been very nice trout fishing in Aðaldalur.  Beat Presthvammur and Hraun have been giving a lot of big trouts.

Undirritaður fór að veiða á Efra-Hrauni í gær og var mikið líf. Landaði ég 4 urriðum, missti heilling og 3 bolta urriðar slitu tauminn. Það er alveg ævintýralegt  hvað Aðaldals urriðinn er sterkur.

Klömbrur er svæðið milli Presthvamms og Hrauns. Það er lítið stundað og nokkuð erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til þar.

Undirritaður fór um daginn og kíkti á svæðið og náði í þennan flotta urriða sem mældist 53 cm. Nice 53 cmtrout from beat Klömbur.

20170617_105402

 

Í gær luku veiðimenn veiðum í Mýrarkvísl, Geitafellsá og Presthvammi.

Þeir sögðu Presthvamm hafa alltaf staðið fyrir sínu, Mýrarkvíslinn hefði verið skemmtileg hvað varðar þurrfluguveiði og Lax sést í Löngulygnu. Geitafellsáin hefði svo komið á óvart þar sem það fer ekki mikið fyrir henni.

geitafellsá

Falleg mynd af veiðimanni að berjast við fisk úr Geitafellsá. Fiskinn fékk hann á þurrflugu. Beautiful picture from Geitafellsá. This fisherman landed a nice trout on a dry fly. 

 

Við heyrðum einnig af veiðimönnum sem fóru að veiða í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Þeir voru að veiða þar í fyrsta skipti og sögðu svæðið hafa marga fallega staði. Hér er veiðimaður með urriða sem þeir fengu á breiðunni við Úlfsbæ. Trout took a nymph kalled “krókurinn” in Skjálfandafljót in Bárðardalur.

manni (2)

 

Mikið líf var í Lónsá um mánaðarmótin en lítið hefur verið farið í ánna eftir það. Mikið líf var í ósnum og staðbundin bleikja búin að dreyfa sér um ánna. Við fengum þessar fallegu myndir sendar úr Lónsá. Lónsá river on the north east coast of Iceland has been giving very nice fish. Both char and sea-trouts have been landed like on these pictures.

 

Svarfaðardalsá er á sem geymir meira og stærri urriða en margan grunar. Ég fékk leyfi til að birta mynd sem veiðimaður á og hafði verið við veiðar á svæði 1. Svarfaðardalsá beat 1 keeps more and bigger trouts than most people know of. And the permits are very reasonable price.

svarf

 

Miðfjarðará hefur verið að gefa flotta laxa. Við fengum leyfi frá didda til að birta mynd sem hann sendi okkur á snapchat á: icemaddicatch.
Það gerist yfirleitt eitthvað þegar didda er rétt stöngin og það var ekkert öðruvísi núna. Frábær lax sem diddi landaði. Hann var mældur 92cm og tók Hitch á Grundarásbreiðu.

This beautiful salmon was landed by diddi guide in Miðfjarðará. It took the Hitch on pool called Grundarásbreiða and was measured 92 cm.

diddi

Ef þú hefur skemmtilegar veiðimyndir endilega hafið samband og sendið á okkur.

Minnum einnig á snapchatið: icemaddicatch

Presthvammur 31.maí 2017 VOL 2 með vöðluskó í þetta sinn.

Ég fór margsinnis yfir veiðidótið mitt kvöldið áður en ég átti að fara veiða í Presthvammi þann 31. maí. Eins og einhverjir lásu hafði ég farið nokkrum dögum áður og þá gleymt vöðluskónum mínum.

Í þetta sinn tæki ég allt mitt dót með.  Veiðifélagi minn sótti mig 7:30 og vorum við komnir á svæðið um 8:15. Bílferðarnar eru oft mjög skemmtilegar þegar maður er að keyra í veiði og spjölluðum við t.d. mikið um hvernig veiði sumarsins yrði og hvar við ættum að veiða saman í sumar. Þegar við lögðum af stað úr bænum var léttur andvari og lítilsháttar rigning. Veðrið versnaði hinsvegar með hverjum kílómetranum sem við keyrðum og á tímabili var orðinn strekkings vindur og rúðuþurkurnar á mesta hraða. Ég hafði fylgst með veðurfréttunum og akkúrat þennan dag átti að vera þokkalegt veður eða um 12 stiga hiti og léttskýjað. Ég reyndi að hugsa jákvætt. Að þetta væri bara svona á leiðinni en svo þegar við myndum renna á svæðið að þá myndi stytta upp og heiður himinn taka á móti okkur. Það voru því töluverð vonbryggði þegar við komum á staðinn og það hafði bara bætt í vind og rigninguna. Við tókum allt dótið úr bílnum og bárum það inn í höllina “the palace” eins og við köllum skúrinn í presthvammi því ekki var boðlegt að klæða sig úti. Setningar eins og “þetta hlýtur að fara lagast”, “hann spáði nú góðu veðri í dag” hljómuðu á meðan við klæddum okkur. Ég fór svo langt í huganum að ég óskaði þess að veiðifélaginn kæmi með þá hugmynd að við myndum bara leggja okkur í höllinni á meðan veðrið væri svona. Aldrei kom sú hugmynd fram og ég hélt áfram að klæða mig með miklum trega. Mér leyst svo illa á veðrið að ég klæddi mig í öll þau föt og jakka sem ég hafði meðferðis. Ég fór meðal annars í 2 jakka og var þar að leiðandi farinn að líta út eins og micheline maðurinn.

Myndaniðurstaða fyrir micheline man

 

Þegar við höfðum báðir græjað okkur sátum við í smá stund inni og röbbuðum saman. Við vorum ekkert að stressa okkur út. Klukkan var því orðin rúmlega 9 þegar við loksins ákváðum að hendast í þetta krefjandi verkefni. Við löbbuðum niður eftir á Ferjubreiðu efri. Ég var staðráðinn í að vaða breiðuna út um allt þar sem ég væri nú með vöðluskóna meðferðis. Við veltum fyrir okkur hvernig við skyldum veiða þetta því áin var köld og veður vont. Ákváðum við að ég færi niður breiðuna með streamer og Makkerinn færi upp breiðuna og myndi veiða líka strenginn sem fer framhjá kollinum andstreymis.

Ég byrjaði með Rektor undir og fékk fljótlega granna töku en enginn fiskur var á. Eftir nokkur köst kemur annar fiskur á eftir flugunni þannig það kemur skvetta rétt fyrir aftan fluguna en enginn var fiskurinn fastur á flugunni. Eftir þetta kom þó nokkur tími þar sem ekkert gerðist. Ég prófaði nokkar nýjar flugur sem ég hafði hnýtt og aldrei prófað áður.

Myndaniðurstaða fyrir fluga rektor

 

Eftir að hafa ekki orðið var við fisk í dágóða stund, ákvað ég að það væri bara ein fluga sem gæti komið öllu af stað. Þá flugu þekkja flestir en það var Black Ghost sem varð fyrir valinu.

Myndaniðurstaða fyrir black ghost fly rabbit zonker

Eftir nokkur köst var fyrsta takan komin en var hún mjög léleg og enginn fiskur á. Skömmu seinna var fiskur kominn á og óhætt að segja að maður gleymdi kuldanum á meðan viðureignin átti sér stað. 20170531_164251

OHHHH hvað ég man tilfinninguna þegar ég sleppti þessum fallega 51 cm urriða og sá hann synda í burtu. Kuldinn og allar neikvæðar hugsanir þurkuðust út og ég man hversu sáttur ég var að hafa komið og haft mig í að veiða þrátt fyrir veðrið. Í því sem ég var að landa fiskinum kom félagi minn til mín og smellti af myndum. Hann hafði sjálfur ekki orðið var og ákváðum við því að veiða okkur báðir niður breiðuna og fara þetta niður í sameiningu.

Við óðum út á breiðuna og byrjuðum að kasta, það þurfti ekki að bíða lengi eftir að næsta fisk. Við vorum greinilega búnir að finna fiskinn og nú varð gaman. Við veiddum okkur aðeins niður á Ferjubreiðu neðri og fórum svo í land því það var aðeins farið að hægjast um og engar tökur búnar að vera í nokkurn tíma. Þetta rennsli niður breiðuna gaf 14 fiska frá 46cm – 56cm. Við vorum eiginlega búnir að ákveða að hætta þegar við kæmum í land en þegar við vorum að labba uppeftir og komum að staðnum þar sem við fengum hvað mest var eins og við hefðum lesið hugsanir hvors annars. Við stöldruðum við litum á hvorn annan og óðum út í ánna.

20170531_164151

Það var sama stuðið og þegar við fórum þarna yfir í fyrra skiptið og fengum við fisk á sama tíma. Það kom fyrir tvisvar sinnum í ferðinni að við vorum báðir með fisk á sama tíma. Hversu geggjað er það? Það segir manni bara að það var fullt af fiski þarna. Félagi minn endaði svo á því að setja í 60cm fallegan fisk. Ég er að segja ykkur það enn og aftur að fiskurinn þarna er engu líkur. Hann reif svoleiðis út á hjólinu og var kominn vel niður á undirlínu þegar það var eitthvað hægt að ná stjórn á honum. Því miður er ekki til fiskur af þeim fisk enda vorum við ekki að rífa símann of mikið upp enda mikil rigning og mikill vindur.

Við hættum veiðum rétt fyrir 13:00 og höfðum þá veitt í tæpa 4 tíma og höfðum þá landað 17 flottum urriðum, misst töluvert og fengið fullt af grönnum tökum. Þegar við vorum hættir og löbbuðum að bílnum  stytti upp og maður sá glitta í sólina. Ég gat ekki annað en hlegið og sagt við félagan “mikið verða þeir heppnir sem eiga seinnipartinn”. En þá kom félaginn með góðan punkt og sagði “Þetta verður samt ekki mikið betra en þetta þó svo við séum blautir og kaldir”. Það var svo sannarlega rétt hjá honum og þó ég væri blautur eftir að það hafði rignt inn um hálsmálið og ermarnar hjá manni og maður orðinn vel kaldur. Að þá gat ég ekki verið sáttari þegar við settumst upp í bílinn og keyrðum af stað heim.

Ég gerði mitt besta til að snappa=snapchat sem mest úr ferðinni og vona ég að þið hafið haft gaman af. Ég fékk allavega mikið af jákvæðum skilaboðum og það þótti mér virkilega gaman. Það var þó galli við að taka upp á snapchat. Ég missti tvo fiska bara við það að vera reyna taka upp á meðan ég var með fisk á stönginni. Það vonandi mun ganga betur næst en Síminn styrkti mig um snapchat gleraugu þannig næst get ég notað báðar hendur og tekið upp í leiðinni.

Þeir sem ekki eru með mig á snapchat að þið megið endilega bæta mér sem vin en notenda nafn mitt er icemaddicatch

Það hjálpar mér mikið og hvetur mig til dáða að halda áfram og gera meira þegar maður fær að heyra frá ykkur.

Til að panta leyfi í Presthvamm ýtið hér: kaupaleyfi.is

Mikið líf á Presthvammi

Í gær fór ég vongóður um að fara í einhverja veiði í dag. Þegar ég vaknaði hinsvegar í morgun varð hinsvegar ekki neitt úr neinu og dagurinn leið. Ég ákvað um 3 leitið að skella mér austur í bústaðinn því gamla settið var að fara þangað. Bústaðurinn hjá gamla settinu er í landi Þverár og erum við einungis 100-200 metrum frá bökkum Mýrarkvísl. Þar er ávallt gott að vera og því ákvað ég að skella mér og fara svo bara aftur heim í kvöld. Ég ákvað nú samt að taka stöngina og græjurnar með ef maður skyldi fara í smá veiði því ekki er langt að fara í Langavatn eða Vestmannsvatn og hægt að fara með skömmum fyrirvara.

Það var sæmilegt veður þegar við komum austur í bústað. Sólinn var til staðar en fór einstaka sinnum á bakvið ský. Einnig var léttur en kaldur norðan andvari. Um 18:00 var komin stilla og meira sólskin en fyrr um daginn. Ég gat því ekki annað en farið að veiða. Gömlu voru svo góð að passa Ísabellu þannig ég skaust af stað og ákvað að fara á Presthvamm þó ég gæti aðeins verið stutta stund.

Ég varð alveg hrikalega spenntur á meðan ég var að keyra þangað. Ég sá þetta alveg fyrir mér hvernig ég ætlaði að vaða út í ánna neðst á svæðinu og veiða á þurrflugu því aðstæður voru fullkomnar fyrir þurrfluguveiði.

Ég byrjaði að græja mig alveg að deyja úr spenningi. Ég varð hinsvegar fyrir gríðarlegu áfalli þegar ég uppgötvaði að ég hefði gleymt vöðluskónum mínum á Akureyri.

Snapchat-1168928348

 

Líklega er þetta í fjórða skiptið af seinustu fimm skiptum sem ég hef farið að veiða sem ég gleymi einhverju mjög mikilvægu. Ég meina það! Ég verð að láta kanna heilan í mér áður en veiðitímabilið hefst fyrir alvöru. Það er ekki hægt að vera svona.

Nú voru góð ráð dýr. Mér datt í hug að fara bara í vöðlurnar og skóna mína yfir en það gekk ekki. Það var eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar ég áttaði mig á því að ég væri ekki að fara vaða út um alla Ferjubreiðu með þurrflugu.

Ég varð að veiða af bakkanum og ég gat ekki gert það niðurfrá.

Ég fór því uppeftir á efsta svæðið og veiddi af bakkanum.

Í fyrsta kasti fékk ég snaggaralegt högg og í öðru kasti líka. Þarna var ég farinn að halda að heilinn minn væri eitthvað bilaður þannig að viðbragðið mitt væri eitthvað mjög seint og ég væri hreinlega að missa af þessum fiskum með því að bregða ekki strax við.

Í þriðja kasti var hann á og landaði ég 43 cm fallegum urriða. Það sem Laxár urriðinn er sterkur. Hann barðist eins og ljón og lét stöngina virkilega finna fyrir því. Ég var eiginlega alveg undrandi að hann væri ekki stærri en þetta.

Snapchat-1967235253

Þarna var ég bara orðinn sáttur með þá ákvörðun að hafa drifið mig af stað og farið á Presthvamm. Ég settist aðeins niður og lét sólina baða mig, hlustaði á ánna og fuglasönginn áður en ég kastaði aftur.  Ég fékk töku í fyrsta kasti en enginn á, töku í öðru kasti og aftur var ekkert á áður en ég náði að bregða við. En rétt eins og áður var fiskur á í þriðja kasti. Sá var aðeins minni eða 39 cm en gaf samt skemmtilega viðureign.

Snapchat-838361802

Ég var þarna í sirka einn og hálfan tíma á veiðum og landaði sex fiskum, missti tvo og fékk ógrinni af tökum. Það var þvílíkt líf þarna uppfrá. Ég held samt að fiskurinn þarna uppfrá sé yfir höfuð minni en neðar á svæðinu. Allavega var ég aldrei að fá fiska undir 40cm niður á ferjubreiðu, við kollin og steinana í fyrra. Þá var algeng stærð 50+ cm.

Presthvammur er eitt af mínum allra uppáhalds urriðaveiðisvæðum. Ég átti marga frábæra daga þarna í fyrra og miðað við það sem ég hef heyrt frá þeim sem hafa veitt þarna síðan það opnaði að  þá kemur fiskurinn einstaklega vel haldinn undan vetri. Ég held að það þýði að það verður veisla í sumar á þessu svæði.

Var að garfa í myndum frá því í fyrra og fann þessar af Presthvamms svæðinu. Þessir fiskar voru teknir á þurrflugu niður á Ferjubreiðu.

20160728_16133620160722_13143520160722_13142220160722_122230

 

20160728_12311020160728_184949

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara veiða á Presthvamm næstu daga að þeir geta græjað veiðileyfi á Kaupaleyfi.is eða veiditorg.is

Þeim sem langar til að fylgjast með mér á snappinu í sumar geta addað mér hér:

Snapchat-369797193[1]

Ég verð á ferð og flugi í sumar og mun snappa veiðiferðirnar og kynna veiðisvæði ásamt því að vera með veiðistaðarlýsingu.

This is my snapchat. I will be active on this when fishing so feel free to add me if you would like to see some fishing in Iceland.

4. ágúst Efra Hraun í Laxá í Aðaldal.

Fyrir tveim árum ákvað ég að búa til hefð á afmælisdaginn minn 4.ágúst. Sú hefð átti að felast í því að ég myndi alltaf veiða allavega hálfan dag á afmælisdaginn. Það sumarið eyddi ég afmælisdeginum í Mýrarkvísl í góðum félagsskap. Við settum í lax á öllum stöðum en lönduðum bara 3 að mig minnir. Í fyrra náði ég ekki að viðhalda hefðinni enda eignaðist ég stúlkubarn 28.júlí og var því nóg að gera. Ég var hinsvegar staðráðin í að í sumar skyldi hefðin komast aftur á. Ég hafði reyndar lítið spáð í hefðinni fyrr en daginn fyrir afmælið mitt. Þá kom að því að velja hvaða svæði yrði fyrir valinu. Það voru 2 svæði sem mér datt strax í hug og var það Lónsá og svo Efra Hraun í laxá. Ég var fljótur að stroka Lónsá út enda ekkert vit í að fara keyra þangað fyrir hálfan dag en það skal samt tekið fram að það er vel þess virði að renna þangað fyrir lengri tíma. Því varð Hraun fyrir valinu og er ástæðan fyrir því að svæðið er skemmtilegt, mikið af fiski og ég hafði heyrt af því að Urriðinn væri óvenju vel haldinn á svæðinu þetta sumarið.

Kvöldið áður óskaði ég mér að lenda í góðu veðri svo ég ætti möguleika á einhverskonar þurrflugu ævintýri. Eitthvað hafa skilaboðin ekki komist til skila til veðurguðanna. Í staðinn fekk ég norðan kalda og rigningu seinnipartinn af vaktinni. Ég var mættur 7:30 á bakkan vitandi að það væri kanski full snemmt miðað við skilyrðin sem boðið var upp á. Ég ákvað bara að taka mig til í rólegheitunum. Við þá athöfn fatta ég að öll streamera og votfluguboxin höfðu gleymst heima. Ég veiði alltaf á streamer eða votflugur ef ekki er hægt að veiða á þurrflugu á þessu svæði. Ástæðan fyrir því er að botninn þarna er oft á tíðum Hraun eða mikið grjót sem þíðir mikið af festum fyrir upstream aðferðina. Ég veit um marga sem veiða þarna upstream með góðum árangri en ég nýt þess ekki nógu mikið til að beita þeirri aðferð á svæðinu enda hefur mér gengið vel án þess.

Nú voru hinsvegar góð ráð dýr hvað ég skyldi setja undir. Ég hefði geta veitt down stream með púpum en fannst það ekki spennandi. Það fór því þannig að ég ákvað að nota laxaflugu sem ég taldi henta ágætlega fyrir urriðan líka. Ég byrja vanalega alltaf á efsta veiðistað og veiði mig frekar hratt niður svæðið. Ég hafði orðið var við mikið af fiski á Klambreyjarsundi seinast þegar ég var þar og fekk meðal annars 6 mjög grannar tökur en enginn toldi á. Ég var því spenntur að fara byrja á því svæði. Það er óhætt að segja að ég hafi barið það sundur og saman en varð ekki var. Ég skipti 2-3 um flugu og ekkert gerðist.

Ég arkaði því neðar á svæðið og veiddi mig niður Hraunsbreiðuna. Ég var búin að skipta nokkuð oft um flugu en fannst þetta alltaf eitthvað vonlítið. Ég reif upp öll boxin sem voru í vöðlujakkanum og leyst ekki á neitt sem í boði var. Ég kafaði dýpra í vasana í örvæntingu um að finna eitthvað sem ég gæti sett undir og haft trú á. Á botni eins vasans fann ég fyrir litlum plastpoka. Ég tók hann upp og í honum voru 3 flugur sem ég hafði keypt um daginn og aldrei notað. Þetta voru gul rauð og appelsínugul Krafla. Þetta var eitthvað sem mér leyst á. Ég valdi gula Kröflu einfaldlega vegna þess að gult og svart gefur að mér finnst oftast vel í urriða.

1016_Kraflagultvi

Ég var ekki búinn að kasta lengi og var komin hægra megin við Hvanney þegar ég fann að það grinkaði töluvert. Mín þumalputta regla er sú að þegar áin er köld og kalt er í veðri að þá fer fiskurinn oft dýpra og heldur sig alveg niður við botn. Ég hafði því kastað á dýpri svæði með sökkenda. Allt í einu var ég kominn í mun grinnra vatn en ég hafði áður veitt þennan dag. Í fyrsta kasti á grinnra svæðinu fæ ég flottan urriða til að koma á eftir flugunni þegar ég strippaði inn. Urriðinn kom eiginlega í loftköstum á eftir flugunni og gerði sig líklegan til að negla hana en missti af henni. Ég kastaði aftur á sama stað og nú voru engin mistök gerð að hálfu urriðans nema kanski þau mistök að negla fluguna í þetta skiptið. Þetta var flottur fiskur sem barðist eins og ljón! Ég var með vison Extream #7 vegna þess hversu mikill vindur var og ´mátti hún hafa sig alla við að höndla urriðan. Eftir mikinn slag kom 48 cm urriði á land. Ég tók strax eftir því hversu þykkur hann var enda miðað við hvernig hann barðist að þá bjóst ég við mun stærri fisk.

20150804_115605

Það er alltaf góð tilfinning að landa fyrsta fiskinum, það breytir einhvernvegin öllu. En á þessum stað landaði ég 2 öðrum urriðum 47 og 49 cm og voru þeir allir á sama blettinum.

Ég hélt áfram glaður í bragði niður svæðið eftir þessa skemmtilegu rimmur. Ég var hinsvegar ekkert var í töluvert langan tíma eftir þetta. Það var ekki fyrr en ég kom niður á Harkateiga sem eitthvað fór að gerast aftur. Ég var reyndar farinn að örvænta því ég var búinn að veiða þetta út um allt þegar ég loksins setti í fisk aðeins ofan við og hægramegin við Lágey. Það var fallegur 44 cm hængur og á eftir honum kom 44 cm hrygna 5 köstum á eftir nákvæmlega á sama blettinum. Ég hélt áfram niður svæðið en var ekki var. Nú hafði ég veitt niður allt svæðið og átti rúman hálftíma eftir. Ég velti því fyrir mér að fara heim en var samt ekki alveg sáttur að hafa ekki sett í fisk í Klambreyjarsundi þannig ég ákvað að fara þangað aftur.

Þegar ég kem þangað eru fiskar að éta af yfirborðinu þrátt fyrir rigningu og rokið. Ég náði í Loop opti #4 minn sem ég haðfi gert kláran fyrr um morguninn með þurrflugu og svo litla púpu sem droppar. Ég var með stóra Caddis stærð 10 eða 12 og kastaði yfir fiskinn. Kastið var ekki nógu gott enda erfitt að stjórna kastinu með svona mjúkri stöng í rokinu. Ég var viss um að ég hafði fælt fiskinn enda hætti hann að vaka. Skömmu seinna byrjaði hann aftur og hafði þá fært sig sirka metar ofar. Ég kastaði yfir hann og Bamm! hann kemur upp til að negla Caddisinn en hittir hann ekki en fær púpuna í bakið í staðinn 🙂 Á land kom 35 cm urriði húkkaður í bakið eftir að hafa misst af þurrflugunni.

Dagurinn var æðislegur þrátt fyrir leiðinda veður. Oft á þessum tíma er orðið leiðinlega mikið slí í ánni en útaf kulda er hún nánast slí laus þannig að ágúst ætti að gera verði frábær fyrir bæði streamera og upstream sem hann er oft ekki sökum slí.

Ég læt fylgja með fréttir af Neðra Hrauni en þar frétti ég af veiðimanni sem lenti í þurrflugu ævintýri.
Hann losaði úr 28 urriðum á þurrflugu. 20 af þeim voru 1.5-2 pund, 3 voru 2.5 pund, 3 voru 3 pund og tveir voru 4 og 4.5 pund.

Já ég efast ekki um að þetta hafi verið geggjaður dagur hjá honum. Ég vil síðan minna á að ég mun verða með námskeið í ágúst þar sem verður boðið upp á kennsla á svæðunum Efra og neðra Hraun ásamt fleiri svæðum.

Áhugasamir geta haft samband í tölvupóst maddiiceland@hotmail.com

Mýrarkvísl og Lónsá 6-9 júní 2015

Ég er ný kominn úr 4 daga túr með fjórum þjóðverjum. Veitt var í 3 daga í Mýrarkvísl og 1 dag í Lónsá. Ekki voru aðstæður okkur hliðhollar í ferðinni þar sem það var mikið rok seinustu 2 dagana og á fyrstu tveimur dögunum var kalt og áin sérstaklega köld og vatnsmeiri en vanalega. En við létum það ekki á okkur fá. Við áttum 3 frábæra daga í Mýrarkvísl eða 2 og hálfan dag réttara sagt því við veiddum ekki seinni vaktina á degi 3.

Morgunvaktirnar voru mun rólegri og áin lengi að ná sér í gang enda var oft 1-2 gráður yfir nóttina. Við áttum hinsvegar tvær frábærar seinnivaktir þar sem við lentum í miklum fisk á svæði 3. Þá var best að labba bara og veiða hratt yfir. Þeir sem fóru yfir hvað mest svæði voru þeir sem fiskuðu best.

Christian á svæði 3

Staðir sem voru að gefa vel á svæði 3 voru Stóri Krókur, Tóftarflúð, Víðhólmi og Langidráttur. Flestir fiskar komu á ómerktum stöðum t.d. Brjóstinu og Rörinu. Það sem kom kannski mest á óvart var að margir góðir staðir gáfu ekkert t.d. Garðspollur, Núpabreiða, Beygjur og Krókhylur en þetta eru allt þekktir Urriðastaðir. Líklegt er að ástæða þess að veiðin var svona dreifð og á mörgum ómerktum stöðum sé sú að vatnið í ánni var hærra en gengur og gerist og því hafi fiskurinn ekki verið á mörgum af sínum hefðbundnu stöðum.

Það er algjör skylda að sýna útlendingum gilið í Mýrarkvísl þó svo að maður fái þá oft ekki til að veiða á þeim stöðum. Við veiddum þó Ósapoll og Táarhyl og sögðu þeir að þetta væru stórkostlegustu veiðistaðir sem þeir hefðu veitt á. Ekki var það vegna þess að þeir lönduðu eftirminnilegum fiskum heldur sögðu þeir að landslagið væri ótrúlegt og að veiða í miðju svona landslagi væri ótrúlegt.

Það er alltaf gaman að vera við Mýrarkvísl. Áin er skemmtileg og fjölbreytt og svo er svo mikið fuglalíf í kringum ána og til gamans má geta að ég hef aldrei séð eins mikið af rjúpu á svæðinu og nú.

ÁlftarhreiðurHreiður

Læt fylgja hérna mynd af 2 hreiðrum sem ég rambaði á. Fyrsta myndin er að hreiðri sem álftir höfðu gert sér við Langavatn og seinna hreiðrið er að ég held spóahreiður en ég er samt ekki alveg viss.

Við veiddum s.s. fjórar vaktir og lönduðum 50 urriðum úr Mýrarkvísl, flestir á bilinu 42-46 cm og settum í kringum 70-80 fiska í heildina. Nokkrir fiskar fóru yfir 50 cm múrinn.

Við prufuðum Langavatnið í sirka klukkustund eitt kvöldið og fengum 5 litlar bleikjur og mikið af grönnum tökum.

Á 4 degi fórum við í Lónsá á Langanesi. Það eru ekki margir sem þekkja þessa á en ég hugsa að það verði ekki þannig lengi. Þessi á er þvílík perla og ekki skemmir allt umhverfið í kring. Þarna er mikið fuglalíf og sáum við t.d. fálka vera hrella lömb og æðafugl. Við vorum frekar óheppnir með aðstæður þar sem mikið rok hafði verið seinustu 2 daga og hafði vindurinn þyrlað upp drullu úr lónunum og voru þau orðin brún og einnig neðri partur af Lónsá sem á þessum tíma er oftast gjöfulasta svæðið. Það stoppaði okkur þó ekki í því að reyna við drulluna og reyndum við að finna skil í ánni þar sem fiskurinn gæti haldið sig.

Það gekk ágætlega og í raun betur en ég bjóst við. Við settum í nokkrar bleikjur og síðan kom þessi fallegi 59 cm sjóbirtingur á land. Hann kom í beygjunni fyrir ofan brúnni veiðistaður 3-A.

20150609_103053

Fyrir ofan lónin var áin tær og því gaman að kasta á hana. Ekki var fiskurinn dreyfður um svæðið en á einum stað var hann í stórri torfu. Var það veiðistaður 6 (göngubrúin). Þar var gjörsamlega pakkað af bleikju og voru menn reglulega að fá tökur og lönduðu slatta af fiski eins og t.d. þessari 64 cm bleikju.

IMG_1173

Um kvöldið datt vindurinn niður og var áin þá fljót að hreinsa sig. Var þá ákveðið að fara niður í ós og taka nokkur köst þar því erfitt hafði verið að kasta sökum vinds. Kvöldið verður þeim minnisstætt því einn úr hópnum setti í eftirminnilegan fisk.

Það var falleg bleikja sem kom í kvöldhúminu og mældist hún 70 cm á lengd og tók alveg niður við sjó.

11414376_836364829785200_2121898182_n

Þarna ætla ég að veiða nokkrum sinnum í sumar það er alveg ljóst. Þarna er einnig mjög skemmtileg gistiaðstaða á Ytra Lóni en þau reka farm hostel á staðnum. Allur aðbúnaður til fyrirmyndar og huggulegt að vera þarna í sveitinni.

Ef þú hefur áhuga á að skoða veiðileyfi í Mýrarkvísl smellið á veiðileyfi

Ef þú hefur áhuga á að skoða veiðileyfi í Lónsá smellið á veiðileyfi-Lónsá

Þess má geta að veiðileyfin í Lónsá eru á tilboði í júní þannig þetta er tíminn til að skjótast og uppgötva þessa perlu.

Mýrarkvísl leiðsögn 4-6 ágúst og veiði 11.ágúst morgunvakt.

Jæja ég verð að byrja á því að segja að ég hef verið með allt lóðrétt niður um mig hvað varðar þetta blogg. Ég ætlaði að flytja reglulega fréttir af veiðiferðum og leiðsöguferðum sem ég færi í en það hefur ekki gengið eftir vegna mikilla anna. En
allt stendur til bóta og ætla ég að segja frá í tveimur færslum viðveru minni við Mýrarkvísl sem verður í þessari færslu og svo hins vegar ferð sem ég fór í 22-27. júlí þar sem Litlaá, Múlatorfa, Staðatorfa, Efra Hraun og Syðra Fjall var heimsótt með þurrfluguveiði í huga. Það var frábær ferð en meira um það seinna.Read More »

Eyjafjarðará svæði 0 og 1 þriðjudaginn 13.maí

Jæja, loksins kom að því. Maður var gjörsamlega að tapa sér að komast ekkert að veiða. Leiðinlegt veður var búið að vera og skoðaði maður veðurspánna oft á dag í von um að það væri allavega einn góður dagur á meðan maður væri í fríi. Það kom loksins að því. Á mánudagskvöldið skoða ég veðrið og það lítur líka svona þolanlega út. Það leit út fyrir að það yrði 4-5 gráðu hiti um morgunin en  eftir hádegið var hitinn 7-8 stig. Ég þurfti ekki að láta bjóða mér það tvisvar. Ég hafði verið í sambandi við stjórnina hjá Eyjafjarðar á og voru þeir svo góðir að láta mig hafa hálfan dag vegna þessa leiðinda sem varð á minni seinustu ferð. Ég ákvað því að nýta mér það og fara fyrripartinn á svæði núll og seinnipart á svæði eitt.Read More »